Innlent

Stunginn hundrað sinnum

Það draup hunang af hverju strái í húsdýragarðinum í dag þegar býflugnabændur héldu uppskeruhátíð og kynntu afurðir sínar. Framleiðslan gengur þó ekki alltaf áfallalaust fyrir sig og einn bóndi segist hafa verið stunginn mörg hundruð sinnum.

Margir komu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í dag til að kynna sér býflugnarækt . Ýmislegt var á boðstólnum og fengu gestir meðal annars að smakka hunang sem slengt var beint úr búinu á staðnum. Þá voru sýndar lifandi býflugur í búri og boðið upp á fræðslu um býflugnarækt.

Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður býflugnaræktendafélags Íslands, segir býflugnarækt ekki eiga sér langa sögu hér á landi.Sjálfur hefur hann ræktað býflugur hér á landi síðan 1998.

Egill er með tvö bú og í þeim eru á bilinu 80 til 100 þúsund flugur. Framleiðslan getur numið allt að 150 kílóum af hunangi á ári. Að sögn Egils geta flugurnar verið árásargjarnar og er þá yfirleitt skipt um drottningu í búinu til að rækta aðrar friðsamari. Hann segir þó ekki gott að láta stinga sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×