Innlent

Aðgerðum lokið í Skógarhlíð

Þónokkuð tjón varð í rokinu sem gekk yfir í nótt og í dag.
Þónokkuð tjón varð í rokinu sem gekk yfir í nótt og í dag.

Aðgerðum í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð er lokið í bili, eins og segir í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar kemur fram að stöðin hafi verið opin frá því klukkan þrjú í nótt þegar fyrstu áhrifa stormsins sem blés á stórum hluta landsins í dag fór að gæta. 350 tilkynningum var sinnt á tímabilinu að ótöldum daglegum verkefnum viðbragðsaðila.

Þá segir að hátt á fjórða hundrað manns hafi verið að störfum í dag frá lögreglu, slökkviliði, björgunarsveitum ásamt starfsmönnum sveitarfélaganna.

Í tilkynningunni er bent á að enn sé vonskuveður víða um land og þeim tilmælum beint til fólks að fylgjast áfram með veðurspá og færð á vegum áður en haldið er af stað.

,,Rétt er að hafa í huga að von er á annari lægð upp að landinu á sunnudag og því mikilvægt að gera áfram ráðstafanir með muni sem geti farið af stað í stormviðri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×