Fótbolti

Ólafur: Ánægður með fyrirkomulagið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Mynd/E. Stefán

Ólafur Jóhannesson er ánægður með leikjaniðurröðun í riðli Íslands í undankeppni HM 2010.

Hann sagði í samtali við Vísi að íslenska sendinefndin hafi lagt fram nokkrar kröfur.

„En það er eins í þessu og í öðru, maður þarf að gefa ýmislegt eftir. En niðurstöðuna líst mér ljómandi vel á."

Ólafur sagði að þeir hefðu helst viljað fá heimaleiki gegn stórþjóðum í september og sleppa því að mæta liðum sem hafa fengið frí í síðustu umferð á undan þegar keppt er tvisvar í sömu vikunni.

„Við gældum reyndar við þá hugmynd að fá Hollendinga á Laugardalsvöllinn í fyrsta leik, þá sem nýkrýnda Evrópumeistara. En við fáum reyndar heimaleiki við Noreg og Skotland í september bæði á næsta ári og 2009 sem er fínt."

Ólafur segir að byrjunin í riðlinum verði erfið fyrir íslenska liðið. „Við spilum við Noreg, Skotland og Holland í fyrstu þremur leikjunum. En allir þessir leikir í riðlinum verða erfiðir."

Í fjórða leiknum mætir svo Ísland Makedóníu á heimavelli þann 15. október, fjórum dögum eftir útileikinn gegn Hollandi 11. október. Makedónía á frí þann daginn og mæta því úthvíldir í leikinn gegn Íslandi.

Hann sagði að samstarfið hafi gengið mjög vel.

„Það kom fyrst áætlun frá FIFA sem við vorum allir sammála um að væri bull. Eftir það tók ekki nema tvo tíma að raða þessu niður."


Tengdar fréttir

Fyrsti og síðasti leikurinn gegn Noregi

Nú er leikjaniðurröðunin í riðli Íslands í undankeppni HM 2010 klár en Ísland hefur leik í Noregi þann 6. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×