Fótbolti

Fyrsti og síðasti leikurinn gegn Noregi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslensku landsliðsmennirnir.
Íslensku landsliðsmennirnir. Mynd/Daníel

Nú er leikjaniðurröðunin í riðli Íslands í undankeppni HM 2010 klár en Ísland hefur leik í Noregi þann 6. september næstkomandi.

Fjórum dögum síðar leikur Ísland gegn Skotlandi á heimavelli en alls verða fjórir leikir á árinu og svo fjórir árið 2009. Aðeins eru fimm lið í riðli Íslands í undankeppninni og því leika öll liðin í riðlinum aðeins átta leiki.

Allir útileikir Íslands í riðlinum verða sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Leikjaniðurröðunin er eftiralin:

2008

6. september: Noregur (úti)

10. september: Skotland (heima)

11. október: Holland (úti)

15. október: Makedónía (heima)

2009

1. apríl: Skotland (úti)

6. júní: Holland (heima)

10. júní: Makedónía (úti)

5. september: Noregur (heima)

Allir leikirnir í riðlinum:

6. september 2008:

Makedónía - Skotland

Noregur - Ísland

10. september 2008:

Ísland - Skotland

Makedónía - Holland

11. október 2008:

Skotland - Noregur

Holland - Ísland

15. október 2008:

Noregur - Holland

Ísland - Makedónía

29. mars 2009:

Holland - Skotland

1. apríl 2009:

Skotland - Ísland

Holland - Makedónía

6. júní 2009:

Ísland - Holland

Makedónía - Noregur

10. júní 2009:

Makedónía - Ísland

Holland - Noregur

19. ágúst 2009:

Noregur - Skotland

5. september 2009:

Island - Noregur

Skotland - Makedónía

9. september 2009:

Noregur - Makedónía

Skotland - Holland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×