Innlent

Dómkirkjuprestur brýnir fyrir fólki að huga að sínum nánustu reglulega

Dómkirkjuprestur segir mikilvægt að fólk hugi að sínum nánustu reglulega til að koma í veg fyrir að mál komi upp á borð við það sem gerðist í Hátúni 10 þegar einstæð kona í kringum fimmtugt lá látin í íbúð sinni í meira en viku án þess að vitað væri um afdrif hennar.

Íbúðirnar í Hátúni 10 eru í eigu Brynju, Hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Konan sem var í kringum fimmtugt lá látin í viku í íbúð sinni án þess að nokkur veitti því eftirtekt. Andlát hennar uppgötvaðist í fyrradag. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins lítur málið alvarlegum augum.

Ekki er vitað hvernig konan lést en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Séra Hjálmar Jónssson dómkirkjuprestur segir tilvik sem þessi ekki algeng.

Hjálmar segir tengsl fólks við sína nánustu oft geta rofnað af fjölmörgum ástæðum og fólk einangrist. Brýnt sé að missa ekki samband við ástvini sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×