Íbúar hafa ítrekað kallað eftir umbótum 8. desember 2007 18:18 Hátún 10. Formaður Væntumþykju, félags íbúa í Hátúni, segir að félagið hafi ítrekað kallað eftir auknu eftirliti með íbúum blokkarinnar sem margir hverjir séu veikir og lifi einangruðu lífi. Hann segir ekkert hafa gerst í málunum en tvö ár eru síðan félagið lagði til að sérstöku teymi yrði komið á. Kona fannst látin í Hátúni 10 á miðvikudaginn en talið er að hún hafi dáið viku fyrr. Hafþór Baldvinsson, formaður félagsins, segir að svipað atviki hafi átt sér stað síðasta vetur. „Þetta er fyrst og fremst hörmulegur atburður," segir Hafþór í samtali við Vísi. „Félagið hefur starfað í tvö ár og við höfum frá upphafi óskað eftir samstarfi við Öryrkjabandalagið, hússjóðinn Brynju og Félagsþjónustuna um þessi mál," segir Hafþór og bætir því við að lítið hafi þokast í málunum. „Við lögðum til að komið yrði á sérstöku teymi með aðilium frá Félagsþjónustunni, heimahjúkrun, ÖBÍ, Brynju og jafnvel fólki frá okkur í Væntumþykju þar sem farið yrði yfir þessi mál ítarlega." Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, harmaði atburðinn í samtali við Vísi í gær og þar kom fram að svipað atvik hafi síðast komið upp fyrir tveimur árum síðan. Þetta segir Hafþór ekki rétt. „Mér vitanlega er enn eitt dæmi í millitíðinni en þá lést hér einstaklingur sem fannst ekki fyrr en nokkru síðar. Þá var þó ekki um jafn langan tíma að ræða og í þessu tilviki sem betur fer," segir Hafþór. Hann segir það atvik hafa átt sér stað síðasta vetur. Hafþór segir að Félagsþjónustan hafi sýnt þessum málum áhuga og verið með svokölluð innlit til sinna skjólstæðinga alla daga vikunnar. Vandamálið sé hins vegar að aðeins um helmingur íbúanna njóti aðstoðar frá Félagsþjónustunni. „Hinir sitja því eftir," segir Hafþór. Hann segist ekki vita hvort konan sem um ræðir í þessu tilviki hafi notið aðstoðar en segir hana hafa verið duglega og sjálfstæða þrátt fyrir að hún hafi glímt við líkamlega fötlun. „Þetta er raunar mjög vandmeðfarið mál því annars vegar togast á heilbrigðissjónarmið og friðhelgi einkalífsins.Hér í húsinu eru innanum mjög veikir einstaklingar. Flestir sjá um sig sjálfir en aðrir geta það engan veginn. Svo er til í dæminu að fólk vill ekki heimaþjónustu þrátt fyrir að eiga kost á henni," segir Hafþór. Að mati Hafþórs þarf einnig að huga betur aðíbúasamsetningunni í Hátúni. „Ég tel að hér búi innanum allt of veikir einstaklingar sem kerfið vísar nánast á götuna og þá eru þessi hús notuð. Þetta eru einstaklingar sem ættu að vera í umsjá heilbrigðiskerfisins en ekki að búa hér," segir Hafþór Baldvinsson, formaður Væntumþykju að lokum. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Formaður Væntumþykju, félags íbúa í Hátúni, segir að félagið hafi ítrekað kallað eftir auknu eftirliti með íbúum blokkarinnar sem margir hverjir séu veikir og lifi einangruðu lífi. Hann segir ekkert hafa gerst í málunum en tvö ár eru síðan félagið lagði til að sérstöku teymi yrði komið á. Kona fannst látin í Hátúni 10 á miðvikudaginn en talið er að hún hafi dáið viku fyrr. Hafþór Baldvinsson, formaður félagsins, segir að svipað atviki hafi átt sér stað síðasta vetur. „Þetta er fyrst og fremst hörmulegur atburður," segir Hafþór í samtali við Vísi. „Félagið hefur starfað í tvö ár og við höfum frá upphafi óskað eftir samstarfi við Öryrkjabandalagið, hússjóðinn Brynju og Félagsþjónustuna um þessi mál," segir Hafþór og bætir því við að lítið hafi þokast í málunum. „Við lögðum til að komið yrði á sérstöku teymi með aðilium frá Félagsþjónustunni, heimahjúkrun, ÖBÍ, Brynju og jafnvel fólki frá okkur í Væntumþykju þar sem farið yrði yfir þessi mál ítarlega." Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, harmaði atburðinn í samtali við Vísi í gær og þar kom fram að svipað atvik hafi síðast komið upp fyrir tveimur árum síðan. Þetta segir Hafþór ekki rétt. „Mér vitanlega er enn eitt dæmi í millitíðinni en þá lést hér einstaklingur sem fannst ekki fyrr en nokkru síðar. Þá var þó ekki um jafn langan tíma að ræða og í þessu tilviki sem betur fer," segir Hafþór. Hann segir það atvik hafa átt sér stað síðasta vetur. Hafþór segir að Félagsþjónustan hafi sýnt þessum málum áhuga og verið með svokölluð innlit til sinna skjólstæðinga alla daga vikunnar. Vandamálið sé hins vegar að aðeins um helmingur íbúanna njóti aðstoðar frá Félagsþjónustunni. „Hinir sitja því eftir," segir Hafþór. Hann segist ekki vita hvort konan sem um ræðir í þessu tilviki hafi notið aðstoðar en segir hana hafa verið duglega og sjálfstæða þrátt fyrir að hún hafi glímt við líkamlega fötlun. „Þetta er raunar mjög vandmeðfarið mál því annars vegar togast á heilbrigðissjónarmið og friðhelgi einkalífsins.Hér í húsinu eru innanum mjög veikir einstaklingar. Flestir sjá um sig sjálfir en aðrir geta það engan veginn. Svo er til í dæminu að fólk vill ekki heimaþjónustu þrátt fyrir að eiga kost á henni," segir Hafþór. Að mati Hafþórs þarf einnig að huga betur aðíbúasamsetningunni í Hátúni. „Ég tel að hér búi innanum allt of veikir einstaklingar sem kerfið vísar nánast á götuna og þá eru þessi hús notuð. Þetta eru einstaklingar sem ættu að vera í umsjá heilbrigðiskerfisins en ekki að búa hér," segir Hafþór Baldvinsson, formaður Væntumþykju að lokum.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira