Innlent

Slökkt á friðarsúlunni í kvöld

MYND/Anton Brink

Í dag eru tuttugu og sjö ár frá því John Lennon aðalforsprakki Bítlanna var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt og eiginkonu hans Yoko Ono í New York í Bandaríkjunum. Þessa verður minnst víða um heim og í Viðey verður slökkt á friðarsúlú Yoko Ono, sem tendruð var í fyrsta sinn á fæðingardegi Lennons hinn 9. október síðast liðinn.

Í framtíðinni mun loga á friðarsúlunni milli fæðingar- og dánardægurs Lennons. Að þessu tilefni er dagskrá í Viðey í dag, sem hefst klukkan tvö og lýkur upp úr klukkan fjögur. Viðeyjarferjan fer frá Skarfabakka klukkan 13:15, 14:15 og 15:15 fyrir þá sem vilja taka þátt í dagskránni þar sem fólk getur m.a búið til sín eigin friðarkerti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×