Innlent

Sextán ára stúlka ölvuð og úti að aka

MYND/GVA

Þrír voru teknir grunaðir um ölvun við akstur á Selfossi og í nágrannasveitarfélögum í nótt. Þeirra á meðal var sextán ára gömul stúlka. Þá eru tveir grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna.

Nóttin var annars róleg á svæðinu að sögn lögreglu fyrir utan að stúlka fékk glas í höfuðið í samkvæmi og var hún flutt á heilsugæslu til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×