Innlent

Vilja umfangsmiklar aðgerðir í skattamálum

Forsætis- og Utanríkisráðherra funda með forsystumönnum ASÍ sem stendur.
Forsætis- og Utanríkisráðherra funda með forsystumönnum ASÍ sem stendur. MYND/Daníel R.

Forystumanna ASÍ funda nú með með forsæti-, utanríkis- og félagsmálaráðherra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Á fundinum sem stendur enn yfir hafa komið fram nokkrar af kröfum ASÍ vegna komandi kjarasamninga. Meðal annars er rætt um umfangsmiklar aðgerðir í skattamálum til að rétta hlut tekjulægstu hópanna.

ASÍ vill að ríkið uppfylli eftirfarandi kröfur:

Skerðingarmörk barnabóta verði 150.000 á mánuði hjá einstaklingum en 300 þúsund hjá hjónum. Dregið verði úr eignartengingu vaxtabóta og húsaleigubætur hækki verulega.

Sett verði í lög að allir eigi rétt á viðurkenndu framhaldsnámi á kostnað ríkisins.

Heimilt verði að nýta séreignarsparnað.

Efnisgjöld hjá nemum á verknámsbrautum verði felld niður.

Starfsmenntun standi jafnréttis annarri menntun og ríkið borgi 70% af starfsmenntunarnámskeiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×