Geiri á Goldfinger í mál vegna meiðyrða Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 12. desember 2007 13:19 Meiðyrðamál Ásgeirs Þórs Davíðssonar, eiganda strippklúbbsins Goldfinger gegn ritstjórum og blaðamönnum Vikunnar og Ísafoldar og viðmælenda Vikunnar verður tekið fyrir í Héraðsdómi í dag. . Ásgeir krefst þess að ummæli sem voru höfð um hann í greinunum séu dæmd dauð og ómerk. Þá krefst hann tæpra fimm milljóna í skaðabætur auk málskostnaðar og 800 þúsund króna til að kosta birtingu dóms í málinu í þremur dagblöðum. Málið snýst um viðtal við Lovísu Sigmundsdóttur, fyrrverandi nektardansmær, sem birtist í Vikunni í ágúst síðastliðinn og grein í Ísafold um nektardansstaði. ,,Mér finnst hundleiðinlegt að þetta hafi þurft að fara svona." sagði Ásgeir, og bætir því við að hann sé seinþreyttur til vandræða í þessum efnum. ,,Ég vil bara að menn leiðrétti það sem er skrökvað upp á mann." Í viðtalinu í Vikunni lýsir Lovísa reynslu sinni af nektardansi, þar á meðal á Goldfinger. Hún segir að þar sé stundað vændi með fullri vitund Ásgeirs, og að mikil þrýstingur sé á dansstúlkurnar að stunda slíkt. Í greininni í Ísafold segir að flest bendi til þess að mansal sé stundað í Kópavogi, og að stúlkurnar séu nútímaþrælar án hlekkja. Ásgeir vísar ásökununum alfarið á bug. Hann segist fúslega viðurkenna það að hann sé enginn skátadrengur, og að margir myndu fá vafalaust fá klígju sé hann að barma sér yfir illu umtali. Hann segir ýmislegt hafi verið skrifað um sig í gegnum tíðina, en fátt svo alvarlegt. Hann segir Ísafold hafa megnið af sínum upplýsingum frá dyraverði sem hann sagði upp störfum fyrir fjórum árum síðan. Hann hafi síðan þá verið óþreytandi við það að rægja Geira. Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar segir að Lovísa hafi talað almennt um reynslu sína af nektarstöðum í viðtali sínu við blaðið en henni finnist það einkennilegt að Geiri taki til sín persónulega allt það sem þar kemur fram ,,Maður spyr sig hvort það sé vegna þess að hann hafi eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu." Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Meiðyrðamál Ásgeirs Þórs Davíðssonar, eiganda strippklúbbsins Goldfinger gegn ritstjórum og blaðamönnum Vikunnar og Ísafoldar og viðmælenda Vikunnar verður tekið fyrir í Héraðsdómi í dag. . Ásgeir krefst þess að ummæli sem voru höfð um hann í greinunum séu dæmd dauð og ómerk. Þá krefst hann tæpra fimm milljóna í skaðabætur auk málskostnaðar og 800 þúsund króna til að kosta birtingu dóms í málinu í þremur dagblöðum. Málið snýst um viðtal við Lovísu Sigmundsdóttur, fyrrverandi nektardansmær, sem birtist í Vikunni í ágúst síðastliðinn og grein í Ísafold um nektardansstaði. ,,Mér finnst hundleiðinlegt að þetta hafi þurft að fara svona." sagði Ásgeir, og bætir því við að hann sé seinþreyttur til vandræða í þessum efnum. ,,Ég vil bara að menn leiðrétti það sem er skrökvað upp á mann." Í viðtalinu í Vikunni lýsir Lovísa reynslu sinni af nektardansi, þar á meðal á Goldfinger. Hún segir að þar sé stundað vændi með fullri vitund Ásgeirs, og að mikil þrýstingur sé á dansstúlkurnar að stunda slíkt. Í greininni í Ísafold segir að flest bendi til þess að mansal sé stundað í Kópavogi, og að stúlkurnar séu nútímaþrælar án hlekkja. Ásgeir vísar ásökununum alfarið á bug. Hann segist fúslega viðurkenna það að hann sé enginn skátadrengur, og að margir myndu fá vafalaust fá klígju sé hann að barma sér yfir illu umtali. Hann segir ýmislegt hafi verið skrifað um sig í gegnum tíðina, en fátt svo alvarlegt. Hann segir Ísafold hafa megnið af sínum upplýsingum frá dyraverði sem hann sagði upp störfum fyrir fjórum árum síðan. Hann hafi síðan þá verið óþreytandi við það að rægja Geira. Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar segir að Lovísa hafi talað almennt um reynslu sína af nektarstöðum í viðtali sínu við blaðið en henni finnist það einkennilegt að Geiri taki til sín persónulega allt það sem þar kemur fram ,,Maður spyr sig hvort það sé vegna þess að hann hafi eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu."
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira