Innlent

Lögreglan leitar að fimmtugum karlmanni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hákoni Svani Hákonarsyni. Hákon er 50 ára gamall, 180 sentímetrar á hæð, gráhærður, klæddur í dökka kuldaúlpu og ljósbláar íþróttabuxur.

Hákon fór frá hesthúsahverfinu Granaholti í Kópavogi í gær um klukkan hálfsex og hefur ekki sést síðan. Þeir sem vita um ferðir Hákons eru beðnir um að hringja í lögregluna á höfðuðborgarsvæðinu í síma 444-1100.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×