Innlent

Mál blóðuga mannsins enn óupplýst

Enn liggur ekki fyrir hvernig maðurinn sem hné alblóðugur niður í verslun við Skúlagötu á laugardag hlaut áverka á læri.

Maðurinn hlaut stungusár á læri þegar hann var staddur í heimahúsi við Hverfisgötu en gekk síðan þaðan niður á Skúlagötu þar sem hann hné niður. Skýrsla var tekinn af manninum á laugardag og gat hann ekki gefið lögreglu neinar upplýsingar um hver stakk hann eða hvers vegna hann var stunginn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið enn í rannsókn og verður aftur talað við manninn fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×