Enski boltinn

Scholes og Carragher aftur í landsliðið?

Jamie Carragher hætti með enska landsliðinu fyrir skömmu
Jamie Carragher hætti með enska landsliðinu fyrir skömmu NordicPhotos/GettyImages

Fabio Capello verður formlega kynntur til sögunnar sem nýr landsliðsþjálfari Englendinga í dag. Hann hefur látið í veðri vaka að hann muni reyna að fá menn eins og Jamie Carragher og Paul Scholes til að taka landsliðsskóna fram að nýju.

"Leikmennirnir sem standa til boða í landsliðið eru í fyrsta klassa og svo eru einn eða tveir hættir sem ég væri til í að fá aftur inn í hópinn," sagði Capello í samtali við Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×