Enski boltinn

Tottenham á eftir Riera

Elvar Geir Magnússon skrifar
Albert Riera í baráttunni.
Albert Riera í baráttunni.

Tottenham er á eftir hinum spænska Albert Riera. Leikmaðurinn lék hjá Manchester City hluta af síðustu leiktíð og vakti athygli. City ákvað þó að semja ekki við leikmanninn sem fór því aftur til Espanyol í heimalandinu.

Hann hefur spilað virkilega vel með Espanyol á tímabilinu og lék m.a. sinn fyrsta landsleik fyrr á þessu ári.

Núverandi samningur hans við Espanyol er til ársins 2009 en spænska félagið vill gera við hann nýjan samning til að fæla burt áhugasöm lið.

Juande Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham, þekkir vel til Riera frá tíma sínum á Spáni. Leikmaðurinn vill sjálfur lítið tjá sig um áhuga Tottenham en sagðist vera virkilega hrifinn af ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×