Innlent

Lofa aðgerðum gegn niðurrifi í miðbænum

Óttar Martin Norðfjörð
Óttar Martin Norðfjörð

"Það var kominn tími á að fólkið sem lifir og þrífst hér í miðbænum kæmi sínum sjónarmiðum á framfæri," segir Óttar Martin Norðfjörð heimspekingur, rithöfundur og einn þeirra sem stóð fyrir fundi um borgarmál á barnum Boston í kvöld.

Fundurinn var haldinn til að ræða fyrirætlanir borgaryfirvalda í miðbænum en til stendur að rífa um 100 timburhús í og við Laugarveg. Fundurinn lýsti mikilli óánægju með þessi áform og ýmsar hugmyndir um hvernig mætti bregðast við voru ræddar.

"Niðurstaða fundarins var eiginlega að halda ekki annan fund," segir Óttar og útskýrir að hugur fundarmanna hafi frekar staðið til aðgerða en frekari fundarhalda. Spurður hvers konar aðgerðir væru á döfinni svaraði Óttar að hugmyndir væri uppi um að halda fjöldagöngu niður Laugaveg, skipulegga tónleika og senda borgarfulltrúum bréf í von um að fá þá til að breyta afstöðu sinni til málsins.

Mikill meirihluti fundarmanna, eða um 100 manns, skráðu sig í Torfusamtökin sem lengi hafa barist fyrir friðun húsa í miðbænum en formaður samtakanna hélt erindi á fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×