Innlent

Varað við flóði í Austari-Jökulsá

Mælar frá Vatnamælingum gefa til kynna að flóð sé í vændum í Austari-Jökulsá í Skagafirði á næstu klukkustundum. Búist er við háu flóði en þó ekki jafn háu og kom í desember á síðasta ári.

Lögreglustjórinn á Sauðárkróki hefur aðvarað bændur á svæðinu sem eiga land að ánni. Vegagerðin og björgunarsveitir á svæðinu eru einnig upplýstar um málið.

Vegfarendur eru beðnir að hafa þetta í huga á ferðum sínum um svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×