Enski boltinn

Völlurinn verður klár 2011

Liverpool mun flytja á nýjan heimavöll árið 2011 eins og áætlað var, en hönnun hans verður þó ekki jafn róttæk og áætlað var hjá forráðamönnum félagsins. Völlurinn mun taka 70,000 manns í sæti. Þetta staðfesti Rick Parry, framkvæmdastjóri félagsins.

Nýju eigendurnir hjá Liverpool fóru fram á að fá að skoða allt skipulag í kring um nýja völlinn þegar þeir tóku við og sögðu fljótlega frá því að skoðað yrði að stækka völlinn enn meira. Þeir hafa nú hætt við þessi áform, en völlurinn mun engu að síða verða mjög nútímalegur og glæsilegur ef marka má plönin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×