Enski boltinn

Koeman hefur áhuga á Riise

NordicPhotos/GettyImages

Ronald Koeman, þjálfari Valencia á Spáni, fer ekki leynt með áhuga sinn á að kaupa bakvörðinn John Arne Riise frá Liverpool. "Hann er reynslumikill leikmaður sem gæti komið sér vel fyrir okkur," sagði Koeman í samtali við Daily Mirror í dag.

Riise á að baki yfir 300 leiki fyrir Liverpool á sex ára ferli með þeim rauðu, en ólíklegt er talið að Rafa Benitez fallist á að selja hann í janúarglugganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×