Yngsti vímuefnaneytandinn átta ára 10. mars 2007 09:15 Götusmiðjan er nú á undanþágu frá heilbrigðiseftirlitinu vegna lélegs húsakosts. Hér sjást Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnastofu, til vinstri, og Mummi, til hægri, huga að húsnæðismálum smiðjunnar. Ungmenni sem dvöldu í Götusmiðjunni á síðasta ári voru allt niður í tíu ára þegar þau hófu að neyta vímuefna. Yngsti aldur er neysla hófst var átta ár. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Götusmiðjunnar fyrir árið 2006. Guðmundur Týr Þórarinsson, Mummi í Götusmiðjunni, segir síðasta ár hafa einkennst af erfiðleikum varðandi fjármál, starfsmannamál og húsnæðismál. „Húsakosturinn á Akurhóli er kominn í niðurníðslu, þök leka, svo og lagnir og gluggar, sem eru bæði fúnir og jafnvel óopnanlegir. Starfsemin hefur verið á undanþágu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá árinu 2005. Mjög erfitt er að fá hæft fagfólk til að starfa á þessu landssvæði og svo er ímynd þess hóps sem Götusmiðjan vinnur með oft neikvæð, sem vissulega hefur þó lagast.“ Varðandi fjárhagsvandann segir Mummi að það þreyti starfsemina að þurfa að útvega 20 prósent af rekstrarkostnaði árlega með því að afla styrkja og vera með fjársafnanir til að halda Götusmiðjunni gangandi. Hann bendir á mikilvægi þess að meðferðin beri árangur í fyrsta skipti, því rannsóknir sýni að því oftar sem fólk fari í meðferð, þeim mun vonlausara verði það um að ná árangri til frambúðar. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að til athugunar væri að Götusmiðjan fengi húsnæðið að Efri-Brú, sem nú stendur autt. Mummi kveðst sjálfur fremur horfa til Arnarholts á Kjalarnesi, sem einnig stendur autt. Hann telur að með þeirri ráðstöfun sé auðveldara að fá hæft fagfólk, því stutt sé að sækja vinnu þangað frá höfuðborgarsvæðinu. Stöðugildi Götusmiðjunnar eru nú 14 talsins og dreifast þau á 17 starfsmenn. Mummi leggur áherslu á að starfsandi sé með ágætum í smiðjunni, enda byggi meðferðin á hugmyndafræði þar sem áhersla sé lögð á ræktun jákvæðra tilfinninga og því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Aldrei hafi komið upp líkamleg ofbeldisverk milli ungmennanna og starfsfólks frá stofnun smiðjunnar. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Ungmenni sem dvöldu í Götusmiðjunni á síðasta ári voru allt niður í tíu ára þegar þau hófu að neyta vímuefna. Yngsti aldur er neysla hófst var átta ár. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Götusmiðjunnar fyrir árið 2006. Guðmundur Týr Þórarinsson, Mummi í Götusmiðjunni, segir síðasta ár hafa einkennst af erfiðleikum varðandi fjármál, starfsmannamál og húsnæðismál. „Húsakosturinn á Akurhóli er kominn í niðurníðslu, þök leka, svo og lagnir og gluggar, sem eru bæði fúnir og jafnvel óopnanlegir. Starfsemin hefur verið á undanþágu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá árinu 2005. Mjög erfitt er að fá hæft fagfólk til að starfa á þessu landssvæði og svo er ímynd þess hóps sem Götusmiðjan vinnur með oft neikvæð, sem vissulega hefur þó lagast.“ Varðandi fjárhagsvandann segir Mummi að það þreyti starfsemina að þurfa að útvega 20 prósent af rekstrarkostnaði árlega með því að afla styrkja og vera með fjársafnanir til að halda Götusmiðjunni gangandi. Hann bendir á mikilvægi þess að meðferðin beri árangur í fyrsta skipti, því rannsóknir sýni að því oftar sem fólk fari í meðferð, þeim mun vonlausara verði það um að ná árangri til frambúðar. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að til athugunar væri að Götusmiðjan fengi húsnæðið að Efri-Brú, sem nú stendur autt. Mummi kveðst sjálfur fremur horfa til Arnarholts á Kjalarnesi, sem einnig stendur autt. Hann telur að með þeirri ráðstöfun sé auðveldara að fá hæft fagfólk, því stutt sé að sækja vinnu þangað frá höfuðborgarsvæðinu. Stöðugildi Götusmiðjunnar eru nú 14 talsins og dreifast þau á 17 starfsmenn. Mummi leggur áherslu á að starfsandi sé með ágætum í smiðjunni, enda byggi meðferðin á hugmyndafræði þar sem áhersla sé lögð á ræktun jákvæðra tilfinninga og því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Aldrei hafi komið upp líkamleg ofbeldisverk milli ungmennanna og starfsfólks frá stofnun smiðjunnar.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira