Innlent

Sjö lélegir þorskárgangar í röð

Sjöunda árið í röð horfa Íslendingar fram á lélegan þorskárgang. Heilmikil vonbrigði, segir sjávarútvegsráðherra, sem telur svartnættið þó ekki algjört.

Áfallið í sumar þegar þorskkvótinn var skorinn niður um þriðjung, var metið á fimmtán til tuttugu milljarða króna tap í gjaldeyrisstekjum, tekjutap sem sjávarbyggðir vítt og breitt um landið verða einkum fyrir. Sjómenn töldu sig hins vegar sjá mikið af þorski á hrygningarslóð í vor og því gerðu margir sér vonir um að loksins kæmi öflugur þorskárgangur. Haustmælingin sem Hafrannsóknastofnin kynnti í gær bendir til að árgangur 2007 sé slakur, eins og allir þorskárgangar frá árinu 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×