Innlent

Biskup fékk bagal frá rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni

Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, tekur við bagalnum úr hendi Timurs Zolotutskyi, presti rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, tekur við bagalnum úr hendi Timurs Zolotutskyi, presti rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. MYND/Þjóðkirkjan

Prestur rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, Timur Zolotutskyi, færði biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni, að gjöf biskupsstaf við sameiginlega helgistund í Dómkirkjunni á Nikulásarmessu í gærkvöld.

Með gjöfinni vildi rússneska rétttrúnaðarkirkjan votta biskupi og Þjóðkirkjunni þakklæti sitt fyrir stuðning við starfsemi safnaðarins á Íslandi.

Fram kemur í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni að biskupsstafurinn sé svonefndur té-bagall eins og biskupar Austurkirkjunnar nota. Slíkur bagall frá 11. öld fannst á Þingvöllum fyrir fimmtíu árum. Er hann staðfesting þess að við upphaf kristni á Íslandi hafi verið hér á landi biskupar frá Austurkirkjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×