Innlent

Ísland þriðja best í heimi í loftlagsmálum

MYND/Vilhelm

Ísland hefur stokkið upp um ellefu sæti á lista þýsku félagasamtakanna Germanwatch yfir frammistöðu ríkja í loftlagsmálum.

Fram kemur á vef umhverfisráðuneytisins að Ísland sé nú í þriðja sæti á listanum á eftir Svíum og Þjóðverjum en var í því fjórtánda fyrir ári. Skýrsla Germanwatch var kynnt á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir á indónesísku eyjunni Balí.

Fram kemur að í samanburði á milli ríkja sé litið til loftslagsstefnu stjórnvalda, losun gróðurhúsalofttegunda og þróun í losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn Germanwatch má rekja góðan árangur Íslands til stefnumörkunar íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50-75 prósent fyrir miðja þessa öld.

Könnunin náði til 56 ríkja sem losa um 90 prósent allra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Að mati Germanwatch stenst þó ekkert ríki þær kröfur sem gera verður til að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×