Innlent

Súlan laus: „Aldrei neinn í hættu“

Breki Logason skrifar
Súlan á strandstað.
Súlan á strandstað. Mynd/Ellert Grétarsson

„Báturinn náðist á flot og það var var aldrei neinn í hættu enda gott veður. Við munum nú senda kafara og kanna hvort það séu einhverjar skemmdir á bátnum áður en lengra er haldið," segir Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað.

Síldarvinnslan er eigandi bátsins Súlan EA sem strandaði rétt fyrir utan Grindavíkurhöfn um 10:00 í morgun. 13 manns voru um borð í skipinu sem er síldarbátur. Gunnþór hafði ekki náð sambandi við áhöfnina þegar Vísir náði tali af honum enda nóg að gera hjá þeim við að koma bátnum í land.

Björkunarskipið Oddur V. Gíslason og björgunarbátarnir Villi, Árni í Tungu og Áskell voru sendir á staðinn. Þyrla landhelgisgæslunnur og varðskip voru einnig send á vettvang. Oddur kom hinsvegar taug í Súluna og eru skipin því á leið til Grindavíkurhafnar sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×