Innlent

Vilja rannsókn á öryggisbúnaði sundlauga nálægt ám og vötnum

Nokkrir félagar í Stangveiðifélagi Reykjavíkur, sem hefur Varmá í Hveragerði á leigu, vilja að ítarleg rannsókn verði gerð á öryggisbúnaði við allar sundlaugar sem eru nálægt ám eða vötnum þar sem fiskur sé mjög viðkvæmur fyrir klór.

Þeir benda á þónokkur dæmi um sundlaugar í grennd við veiðiár og rifja upp að fyrir all nokkrum árum hafi allt líf á um það bil kílómetrakafla, drepsist í Elliðaánum þegar klórblandað vatn úr nokkrum skúringafötum fór út í ána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×