Hagstjórn í molum og spár út í hafsauga Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2007 18:45 Formaður Vinstri grænna segir hagstjórnina í molum og efnahagsspár út í hafsauga. Formaður Framsóknarflokksins segir að of langt hafi verið gengið í niðurskurði þorskheimilda og mótvægisaðgerðir stjórnvalda séu ómarkvissar. Tvennar utandagskrárumræður voru á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sagði innlendar sem erlendar skýrslur sýna fram á mikla veikleika í efnahagsstjórninni. Steingrímur sagði það blasa við að hagstjórnin væri í molum og allar efnahagsspár úti í hafsauga. Vísaði Steingrímur til þess að spár um minnkandi viðskiptahalla rættust ekki og hefði hann verið um 25 prósent í fyrra, tvöfalt hærri en spáð hefði verið. Þá sagði hann stjórnvöld ekkert gera til á slá á þensluna og vísaði þar til áforma um miklar framkvæmdir í samgöngumálum, hjá háskólunum, byggingu húsa eins og tónlistarhúss og Landsspítala og stóriðjuáform, með tilheyrandi skuldasöfnun þjóðarbúsins í útlöndum. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hallann á viðskiptum við útlönd að mestu ráðast af framkvæmdum einkaaðila, ekki ríkisins. Forsætisráðherra sagði að þingmaðurinn yrði að átta sig á því að það ríktu lög um frjálst flæði fjármagns á Íslandi og það væri ekki á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar að breyta því. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hóf umræðu um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, eftir niðurskurð á þorskheimildum, sem hann sagði að hefði verið allt of mikill og mótvægisaðgerðirnar fálmkenndar. Hann sagði að ekki hefði verið nægjanlega hugað að hagsmunum sveitarfélaganna, sjómanna og fiskverkafólks í mótvægisaðgerðunum. Forsætisráðherra sagðist ráða það af fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum að flokkurinn vildi fara gamaldags leiðir útdeilingar fjármuna úr sjóðum. Það hefði verið gert á árum áður með hörmulegum árangri. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir hagstjórnina í molum og efnahagsspár út í hafsauga. Formaður Framsóknarflokksins segir að of langt hafi verið gengið í niðurskurði þorskheimilda og mótvægisaðgerðir stjórnvalda séu ómarkvissar. Tvennar utandagskrárumræður voru á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sagði innlendar sem erlendar skýrslur sýna fram á mikla veikleika í efnahagsstjórninni. Steingrímur sagði það blasa við að hagstjórnin væri í molum og allar efnahagsspár úti í hafsauga. Vísaði Steingrímur til þess að spár um minnkandi viðskiptahalla rættust ekki og hefði hann verið um 25 prósent í fyrra, tvöfalt hærri en spáð hefði verið. Þá sagði hann stjórnvöld ekkert gera til á slá á þensluna og vísaði þar til áforma um miklar framkvæmdir í samgöngumálum, hjá háskólunum, byggingu húsa eins og tónlistarhúss og Landsspítala og stóriðjuáform, með tilheyrandi skuldasöfnun þjóðarbúsins í útlöndum. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hallann á viðskiptum við útlönd að mestu ráðast af framkvæmdum einkaaðila, ekki ríkisins. Forsætisráðherra sagði að þingmaðurinn yrði að átta sig á því að það ríktu lög um frjálst flæði fjármagns á Íslandi og það væri ekki á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar að breyta því. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hóf umræðu um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, eftir niðurskurð á þorskheimildum, sem hann sagði að hefði verið allt of mikill og mótvægisaðgerðirnar fálmkenndar. Hann sagði að ekki hefði verið nægjanlega hugað að hagsmunum sveitarfélaganna, sjómanna og fiskverkafólks í mótvægisaðgerðunum. Forsætisráðherra sagðist ráða það af fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum að flokkurinn vildi fara gamaldags leiðir útdeilingar fjármuna úr sjóðum. Það hefði verið gert á árum áður með hörmulegum árangri.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira