Hagstjórn í molum og spár út í hafsauga Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2007 18:45 Formaður Vinstri grænna segir hagstjórnina í molum og efnahagsspár út í hafsauga. Formaður Framsóknarflokksins segir að of langt hafi verið gengið í niðurskurði þorskheimilda og mótvægisaðgerðir stjórnvalda séu ómarkvissar. Tvennar utandagskrárumræður voru á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sagði innlendar sem erlendar skýrslur sýna fram á mikla veikleika í efnahagsstjórninni. Steingrímur sagði það blasa við að hagstjórnin væri í molum og allar efnahagsspár úti í hafsauga. Vísaði Steingrímur til þess að spár um minnkandi viðskiptahalla rættust ekki og hefði hann verið um 25 prósent í fyrra, tvöfalt hærri en spáð hefði verið. Þá sagði hann stjórnvöld ekkert gera til á slá á þensluna og vísaði þar til áforma um miklar framkvæmdir í samgöngumálum, hjá háskólunum, byggingu húsa eins og tónlistarhúss og Landsspítala og stóriðjuáform, með tilheyrandi skuldasöfnun þjóðarbúsins í útlöndum. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hallann á viðskiptum við útlönd að mestu ráðast af framkvæmdum einkaaðila, ekki ríkisins. Forsætisráðherra sagði að þingmaðurinn yrði að átta sig á því að það ríktu lög um frjálst flæði fjármagns á Íslandi og það væri ekki á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar að breyta því. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hóf umræðu um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, eftir niðurskurð á þorskheimildum, sem hann sagði að hefði verið allt of mikill og mótvægisaðgerðirnar fálmkenndar. Hann sagði að ekki hefði verið nægjanlega hugað að hagsmunum sveitarfélaganna, sjómanna og fiskverkafólks í mótvægisaðgerðunum. Forsætisráðherra sagðist ráða það af fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum að flokkurinn vildi fara gamaldags leiðir útdeilingar fjármuna úr sjóðum. Það hefði verið gert á árum áður með hörmulegum árangri. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir hagstjórnina í molum og efnahagsspár út í hafsauga. Formaður Framsóknarflokksins segir að of langt hafi verið gengið í niðurskurði þorskheimilda og mótvægisaðgerðir stjórnvalda séu ómarkvissar. Tvennar utandagskrárumræður voru á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sagði innlendar sem erlendar skýrslur sýna fram á mikla veikleika í efnahagsstjórninni. Steingrímur sagði það blasa við að hagstjórnin væri í molum og allar efnahagsspár úti í hafsauga. Vísaði Steingrímur til þess að spár um minnkandi viðskiptahalla rættust ekki og hefði hann verið um 25 prósent í fyrra, tvöfalt hærri en spáð hefði verið. Þá sagði hann stjórnvöld ekkert gera til á slá á þensluna og vísaði þar til áforma um miklar framkvæmdir í samgöngumálum, hjá háskólunum, byggingu húsa eins og tónlistarhúss og Landsspítala og stóriðjuáform, með tilheyrandi skuldasöfnun þjóðarbúsins í útlöndum. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hallann á viðskiptum við útlönd að mestu ráðast af framkvæmdum einkaaðila, ekki ríkisins. Forsætisráðherra sagði að þingmaðurinn yrði að átta sig á því að það ríktu lög um frjálst flæði fjármagns á Íslandi og það væri ekki á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar að breyta því. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hóf umræðu um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, eftir niðurskurð á þorskheimildum, sem hann sagði að hefði verið allt of mikill og mótvægisaðgerðirnar fálmkenndar. Hann sagði að ekki hefði verið nægjanlega hugað að hagsmunum sveitarfélaganna, sjómanna og fiskverkafólks í mótvægisaðgerðunum. Forsætisráðherra sagðist ráða það af fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum að flokkurinn vildi fara gamaldags leiðir útdeilingar fjármuna úr sjóðum. Það hefði verið gert á árum áður með hörmulegum árangri.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira