Hádegistónleikar í Ketilhúsinu 5. júlí 2007 01:30 Í stundarhléi milli æfinga: Antonía Havesi, Hlöðver Sigurðsson og Þórunn Marinósdóttir Nú stendur yfir Listasumar á Akureyri og er margt um dýrðir í bænum. Í hádeginu í á morgun verða tónleikar í Ketilshúsinu: það eru ungir listamenn sem stíga þar fram og flytja blandaða dagskrá þekktra sönglaga við undirleik Antoníu Havesi píanóleikara: Hlöðver Sigurðsson tenór og Þórunn Marinósdóttir sópran. Hefjast tónleikarnir kl. 12. Hlöðver er Siglfirðingur og naut kennslu við Tónlistarskólann þar. Hann lærði fyrst á trompet en sneri sér svo að söngnum undir leiðsögn Antoníu en áttunda stigi lauk hann frá Tónlistarskólanum á Siglufirði 2001. Síðan lagðist hann í víking, stundaði söngnám við Guildhall-skólann í London, Mozarteum-háskólann í Salzburg. Nú um stundir nýtur hann leiðsagnar Kristjáns Jóhannssonar. Þórunn Marinósdóttir er úr Reykjavík. Hún stundaði einnig nám á hljóðfæri um árabil, lærði á fiðlu í tíu ár áður en hún sneri sér að söngnum. Hún var fyrst í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi 2002. Framhaldsnám hefur hún stundað í Mozartheum frá 2003 til 2006. Hún er einnig í læri hjá Kristjáni Jóhannssyni. Bæði hafa þau komið fram í óperusýningum í Austurríki og flutt söngdagskrár víða. Á tónleikunum á morgun syngja þau þekktar perlur óperubókmenntanna og íslenskra sönglaga, bæði einsöngslög og tvísöng. Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nú stendur yfir Listasumar á Akureyri og er margt um dýrðir í bænum. Í hádeginu í á morgun verða tónleikar í Ketilshúsinu: það eru ungir listamenn sem stíga þar fram og flytja blandaða dagskrá þekktra sönglaga við undirleik Antoníu Havesi píanóleikara: Hlöðver Sigurðsson tenór og Þórunn Marinósdóttir sópran. Hefjast tónleikarnir kl. 12. Hlöðver er Siglfirðingur og naut kennslu við Tónlistarskólann þar. Hann lærði fyrst á trompet en sneri sér svo að söngnum undir leiðsögn Antoníu en áttunda stigi lauk hann frá Tónlistarskólanum á Siglufirði 2001. Síðan lagðist hann í víking, stundaði söngnám við Guildhall-skólann í London, Mozarteum-háskólann í Salzburg. Nú um stundir nýtur hann leiðsagnar Kristjáns Jóhannssonar. Þórunn Marinósdóttir er úr Reykjavík. Hún stundaði einnig nám á hljóðfæri um árabil, lærði á fiðlu í tíu ár áður en hún sneri sér að söngnum. Hún var fyrst í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi 2002. Framhaldsnám hefur hún stundað í Mozartheum frá 2003 til 2006. Hún er einnig í læri hjá Kristjáni Jóhannssyni. Bæði hafa þau komið fram í óperusýningum í Austurríki og flutt söngdagskrár víða. Á tónleikunum á morgun syngja þau þekktar perlur óperubókmenntanna og íslenskra sönglaga, bæði einsöngslög og tvísöng.
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira