Hádegistónleikar í Ketilhúsinu 5. júlí 2007 01:30 Í stundarhléi milli æfinga: Antonía Havesi, Hlöðver Sigurðsson og Þórunn Marinósdóttir Nú stendur yfir Listasumar á Akureyri og er margt um dýrðir í bænum. Í hádeginu í á morgun verða tónleikar í Ketilshúsinu: það eru ungir listamenn sem stíga þar fram og flytja blandaða dagskrá þekktra sönglaga við undirleik Antoníu Havesi píanóleikara: Hlöðver Sigurðsson tenór og Þórunn Marinósdóttir sópran. Hefjast tónleikarnir kl. 12. Hlöðver er Siglfirðingur og naut kennslu við Tónlistarskólann þar. Hann lærði fyrst á trompet en sneri sér svo að söngnum undir leiðsögn Antoníu en áttunda stigi lauk hann frá Tónlistarskólanum á Siglufirði 2001. Síðan lagðist hann í víking, stundaði söngnám við Guildhall-skólann í London, Mozarteum-háskólann í Salzburg. Nú um stundir nýtur hann leiðsagnar Kristjáns Jóhannssonar. Þórunn Marinósdóttir er úr Reykjavík. Hún stundaði einnig nám á hljóðfæri um árabil, lærði á fiðlu í tíu ár áður en hún sneri sér að söngnum. Hún var fyrst í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi 2002. Framhaldsnám hefur hún stundað í Mozartheum frá 2003 til 2006. Hún er einnig í læri hjá Kristjáni Jóhannssyni. Bæði hafa þau komið fram í óperusýningum í Austurríki og flutt söngdagskrár víða. Á tónleikunum á morgun syngja þau þekktar perlur óperubókmenntanna og íslenskra sönglaga, bæði einsöngslög og tvísöng. Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nú stendur yfir Listasumar á Akureyri og er margt um dýrðir í bænum. Í hádeginu í á morgun verða tónleikar í Ketilshúsinu: það eru ungir listamenn sem stíga þar fram og flytja blandaða dagskrá þekktra sönglaga við undirleik Antoníu Havesi píanóleikara: Hlöðver Sigurðsson tenór og Þórunn Marinósdóttir sópran. Hefjast tónleikarnir kl. 12. Hlöðver er Siglfirðingur og naut kennslu við Tónlistarskólann þar. Hann lærði fyrst á trompet en sneri sér svo að söngnum undir leiðsögn Antoníu en áttunda stigi lauk hann frá Tónlistarskólanum á Siglufirði 2001. Síðan lagðist hann í víking, stundaði söngnám við Guildhall-skólann í London, Mozarteum-háskólann í Salzburg. Nú um stundir nýtur hann leiðsagnar Kristjáns Jóhannssonar. Þórunn Marinósdóttir er úr Reykjavík. Hún stundaði einnig nám á hljóðfæri um árabil, lærði á fiðlu í tíu ár áður en hún sneri sér að söngnum. Hún var fyrst í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi 2002. Framhaldsnám hefur hún stundað í Mozartheum frá 2003 til 2006. Hún er einnig í læri hjá Kristjáni Jóhannssyni. Bæði hafa þau komið fram í óperusýningum í Austurríki og flutt söngdagskrár víða. Á tónleikunum á morgun syngja þau þekktar perlur óperubókmenntanna og íslenskra sönglaga, bæði einsöngslög og tvísöng.
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira