Mikil ábyrgð hvílir á dómendum Björn Gíslason skrifar 29. mars 2007 18:41 Bæði settur saksóknari í Baugsmálinu og verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, lögðu á það áherslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að mikil ábyrgð hvíldi á dómendum í málinu en þó á misjöfnum forsendum. Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi í dag. Rúmar sex vikur eru frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gekk inn í Héraðsdóm við upphaf aðalmeðferðar Baugsmálsins og tekin var skýrsla af honum fyrstum sem sakborningi í málinu. Síðan þá hafa hinir sakborningarnir, Tryggvi Jónsson, og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, verið yfirheyrðir ásamt á níunda tug vitna og munnlegur málflutningur hefur farið fram í þessari viku. Alls eru ákæruliðirnir í málinu átján og er Jón Ásgeir ákærður í 17 þeirra, Tryggvi í níu og Jón Gerald einu. Allir lýsa þeir yfir sakleysi sínu. Í héraðsdómi í dag lögðu verjendur bæði Jóns Ásgeirs og Tryggva áherslu á það að með minnstu sakfellingu myndi þeim vera meinað samkvæmt lögum að sinna þeim störfum sem þeir sinna núna í þrjú ár. Því væri engin smáákvörðun á ferðinni eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs orðaði það. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sagði hins vegar að á dómnum hvíldi ábyrgð að gefa skýr skilaboð um hvað mætti í íslensku viðskiptalífi og hvað ekki. Með lok aðalmeðferðar í dag var málið lagt í dóm. Hann hefur samkvæmt lögum þrjár vikur til að komast að niðurstöðum en í ljósi þess hve umfangsmikið málið er, en málsskjölin eru sögð telja um 50 þúsund síður, er talið líklegt að hann taki sér lengri tíma. Baugsmálið Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Bæði settur saksóknari í Baugsmálinu og verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, lögðu á það áherslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að mikil ábyrgð hvíldi á dómendum í málinu en þó á misjöfnum forsendum. Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi í dag. Rúmar sex vikur eru frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gekk inn í Héraðsdóm við upphaf aðalmeðferðar Baugsmálsins og tekin var skýrsla af honum fyrstum sem sakborningi í málinu. Síðan þá hafa hinir sakborningarnir, Tryggvi Jónsson, og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, verið yfirheyrðir ásamt á níunda tug vitna og munnlegur málflutningur hefur farið fram í þessari viku. Alls eru ákæruliðirnir í málinu átján og er Jón Ásgeir ákærður í 17 þeirra, Tryggvi í níu og Jón Gerald einu. Allir lýsa þeir yfir sakleysi sínu. Í héraðsdómi í dag lögðu verjendur bæði Jóns Ásgeirs og Tryggva áherslu á það að með minnstu sakfellingu myndi þeim vera meinað samkvæmt lögum að sinna þeim störfum sem þeir sinna núna í þrjú ár. Því væri engin smáákvörðun á ferðinni eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs orðaði það. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sagði hins vegar að á dómnum hvíldi ábyrgð að gefa skýr skilaboð um hvað mætti í íslensku viðskiptalífi og hvað ekki. Með lok aðalmeðferðar í dag var málið lagt í dóm. Hann hefur samkvæmt lögum þrjár vikur til að komast að niðurstöðum en í ljósi þess hve umfangsmikið málið er, en málsskjölin eru sögð telja um 50 þúsund síður, er talið líklegt að hann taki sér lengri tíma.
Baugsmálið Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira