Little Britain og Simon Cowell á Baugsdegi í Mónakó 17. maí 2007 13:00 Jón Ásgeir Jóhannesson tók þátt í sérstakri útgáfu af X-Factor sem sýndur var á Baugsdeginum í Mónakó. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tók þátt í sérstakri grínútgáfu af X-Factor-þætti sem sýndur var starfsfólki á Baugsdeginum sem nú fer fram í Mónakó. Jón Ásgeir söng Stál og hníf Bubba Morthens fyrir hinn breska Simon Cowell, sem svo gaf honum einkunn fyrir frammistöðuna. Fjölmargir starfsmenn Baugs eru nú staddir í Mónakó á árlegum Baugsdegi. Haldið var út á þriðjudag og snýr hópurinn aftur heim í dag. Baugsdagurinn, sem reyndar teygir sig yfir þrjá daga, er blanda af fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Þarna mæta bæði starfsmenn Baugs á Íslandi sem og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Athygli vakti í fyrra þegar Bill Clinton var gestafyrirlesari á Baugsdeginum. Skipuleggjendur hafa greinilega ákveðið að leggja áherslu á léttari skemmtiatriði í ár. Þannig var boðið upp á myndband í flugvélinni á leið út þar sem stjórnendur Baugs voru í aðalhlutverki. Í myndbandinu voru þeir látnir stjórna flugvélinni með misgóðum árangri. Óvæginn gagnrýnandi Ekki liggur fyrir hvað Simon Cowell fannst um söng Jóns Ásgeirs en ólíklegt má telja að hann hafi farið mjúkum höndum um hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins vöktu tvö atriði sérstaklega mikla athygli og hrifningu meðal Baugsfólksins í Mónakó í gær. Annars vegar var um að ræða áðurnefndan X-Factor-þátt. Þar söng Jón Ásgeir Stál og hníf fyrir Simon Cowell. Ekki hefur fengist staðfest hvaða einkunn Cowell gaf Jóni Ásgeiri en Baugsfólk á staðnum tók afar vel í þessa uppákomu. Auk Jóns Ásgeirs sungu þrír aðrir í þættinum. Óstaðfestar heimildir herma að einn þeirra hafi verið Stefán Hilmarsson fjármálastjóri. Þá var nafn Skarphéðins Bergs Steinarssonar sömuleiðis nefnt. Little Baugur. David Walliams og Matt Lucas úr Little Britain bjuggu til sérstakan þátt fyrir Baugsfólk. Hann kallaðist Little Baugur. Bresku háðfuglarnir Matt Lucas og David Walliams úr Little Britain tóku einnig þátt í Baugsgríninu. Sýndur var 25 mínútna langur þáttur sem kallaðist Little Baugur. Þeir félagar brugðu sér í öll sín kunnustu gervi, svo sem Vicky Pollard, Daffydd (The Only Gay in the Village), og félagana Lou og Andy. Fjölmargir aðilar tengdir Baugi komu svo fram í aukahlutverkum í þáttunum, til að mynda Jón Ásgeir sjálfur og Hannes Smárason. Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tók þátt í sérstakri grínútgáfu af X-Factor-þætti sem sýndur var starfsfólki á Baugsdeginum sem nú fer fram í Mónakó. Jón Ásgeir söng Stál og hníf Bubba Morthens fyrir hinn breska Simon Cowell, sem svo gaf honum einkunn fyrir frammistöðuna. Fjölmargir starfsmenn Baugs eru nú staddir í Mónakó á árlegum Baugsdegi. Haldið var út á þriðjudag og snýr hópurinn aftur heim í dag. Baugsdagurinn, sem reyndar teygir sig yfir þrjá daga, er blanda af fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Þarna mæta bæði starfsmenn Baugs á Íslandi sem og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Athygli vakti í fyrra þegar Bill Clinton var gestafyrirlesari á Baugsdeginum. Skipuleggjendur hafa greinilega ákveðið að leggja áherslu á léttari skemmtiatriði í ár. Þannig var boðið upp á myndband í flugvélinni á leið út þar sem stjórnendur Baugs voru í aðalhlutverki. Í myndbandinu voru þeir látnir stjórna flugvélinni með misgóðum árangri. Óvæginn gagnrýnandi Ekki liggur fyrir hvað Simon Cowell fannst um söng Jóns Ásgeirs en ólíklegt má telja að hann hafi farið mjúkum höndum um hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins vöktu tvö atriði sérstaklega mikla athygli og hrifningu meðal Baugsfólksins í Mónakó í gær. Annars vegar var um að ræða áðurnefndan X-Factor-þátt. Þar söng Jón Ásgeir Stál og hníf fyrir Simon Cowell. Ekki hefur fengist staðfest hvaða einkunn Cowell gaf Jóni Ásgeiri en Baugsfólk á staðnum tók afar vel í þessa uppákomu. Auk Jóns Ásgeirs sungu þrír aðrir í þættinum. Óstaðfestar heimildir herma að einn þeirra hafi verið Stefán Hilmarsson fjármálastjóri. Þá var nafn Skarphéðins Bergs Steinarssonar sömuleiðis nefnt. Little Baugur. David Walliams og Matt Lucas úr Little Britain bjuggu til sérstakan þátt fyrir Baugsfólk. Hann kallaðist Little Baugur. Bresku háðfuglarnir Matt Lucas og David Walliams úr Little Britain tóku einnig þátt í Baugsgríninu. Sýndur var 25 mínútna langur þáttur sem kallaðist Little Baugur. Þeir félagar brugðu sér í öll sín kunnustu gervi, svo sem Vicky Pollard, Daffydd (The Only Gay in the Village), og félagana Lou og Andy. Fjölmargir aðilar tengdir Baugi komu svo fram í aukahlutverkum í þáttunum, til að mynda Jón Ásgeir sjálfur og Hannes Smárason.
Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira