Ólöf og félagar leggja í hann 19. apríl 2007 14:00 Lay Low þykir afar skemmtileg á tónleikum. Tónleikaferð þeirra Ólafar Arnalds, Lay Low og Péturs Ben um landið hefst í kvöld. Fyrstu tónleikarnir eru á Egilsstöðum. „Ég er mjög spennt yfir þessu öllu saman því það er lengi búið að vera draumur hjá mér að fara í svona tónleikaferð um landið. Ég hef spilað úti á landi aður en aldrei farið á svona túr,“ segir Ólöf Arnalds tónlistarkona sem ásamt þeim Pétri Ben og Lay Low mun gleðja eyru landsmanna á tónleikaferð hringinn í kringum landið. Þau munu spila á Egilsstöðum, Akureyri, Hrísey, Stokkseyri, Bolungarvík, Akranesi og enda svo á því að spila í Reykjavík. „Ég hef komið á alla staðina nema Hrísey og hlakka mikið til að koma þangað. Staðurinn sem við spilum á þar er pínulítill og það verður ábyggilega bara fólkið sem býr þarna sem kemur og kannski nokkrir ferðamenn. Annars verður þetta örugglega allt mjög skemmtilegt.“ Það er Rás 2 sem er bakhjarl ferðarinnar og tilgangur hennar er að að gefa tónlistaráhugafólki á landsbyggðinni tækifæri til að sjá og heyra fremsta tónlistarfólk landsins af yngri kynslóðinni í heimabyggð. Bæði Pétur Ben og Lay Low spila með hljómsveitum sínum en Ólöf verður ein með kassagítar. Öll hafa þau vakið mikla athygli fyrir nýútkomnar plötur sínar og þykja afar skemmtileg á tónleikum. Því er það mikill happafengur fyrir landsbyggðarbúa að eiga þess kost að sjá þau spila á tónleikum. Nánari upplýsingar um tímasetningar og tónleikastaði má finna á heimasíðu Rásar 2, www.ruv.is/poppland. Þá er viðtal við Ólöfu Arnalds í tengslum við nýútkomna plötu hennar Við og við í Fréttablaðinu á laugardaginn. Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tónleikaferð þeirra Ólafar Arnalds, Lay Low og Péturs Ben um landið hefst í kvöld. Fyrstu tónleikarnir eru á Egilsstöðum. „Ég er mjög spennt yfir þessu öllu saman því það er lengi búið að vera draumur hjá mér að fara í svona tónleikaferð um landið. Ég hef spilað úti á landi aður en aldrei farið á svona túr,“ segir Ólöf Arnalds tónlistarkona sem ásamt þeim Pétri Ben og Lay Low mun gleðja eyru landsmanna á tónleikaferð hringinn í kringum landið. Þau munu spila á Egilsstöðum, Akureyri, Hrísey, Stokkseyri, Bolungarvík, Akranesi og enda svo á því að spila í Reykjavík. „Ég hef komið á alla staðina nema Hrísey og hlakka mikið til að koma þangað. Staðurinn sem við spilum á þar er pínulítill og það verður ábyggilega bara fólkið sem býr þarna sem kemur og kannski nokkrir ferðamenn. Annars verður þetta örugglega allt mjög skemmtilegt.“ Það er Rás 2 sem er bakhjarl ferðarinnar og tilgangur hennar er að að gefa tónlistaráhugafólki á landsbyggðinni tækifæri til að sjá og heyra fremsta tónlistarfólk landsins af yngri kynslóðinni í heimabyggð. Bæði Pétur Ben og Lay Low spila með hljómsveitum sínum en Ólöf verður ein með kassagítar. Öll hafa þau vakið mikla athygli fyrir nýútkomnar plötur sínar og þykja afar skemmtileg á tónleikum. Því er það mikill happafengur fyrir landsbyggðarbúa að eiga þess kost að sjá þau spila á tónleikum. Nánari upplýsingar um tímasetningar og tónleikastaði má finna á heimasíðu Rásar 2, www.ruv.is/poppland. Þá er viðtal við Ólöfu Arnalds í tengslum við nýútkomna plötu hennar Við og við í Fréttablaðinu á laugardaginn.
Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira