Passíusálmar í sjötta sinn 5. apríl 2007 13:30 Megas – Magnús Þór Jónsson – flytur nokkra sálma Hallgríms Péturssonar í Saurbænum laugardag fyrir páska. Megas flytur Passíusálma Hallgríms Péturssonar á hljómleikum í kirkju sálmaskáldsins í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í tvígang laugardag fyrir páska: verða fyrri tónleikarnir kl. 16 en hinir síðari um kvöldið kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá vígslu kirkjunnar sem menn hafa síðan kallað nýju kirkjuna á þessu andlega höfuðbóli Hvalfjarðar. Magnús Þór Jónsson sat í bókastofu sinni þegar tal náðist af honum vegna tónleikanna. Hann sagðist vera lerkaður af bókaburði en um helgina hafði skáldið komist í stórt tímaritasafn sem átti að fara á haugana og lagðist því í björgunarstörf. Þeir eru fáir sem vita það að Magnús Þór er forfallinn bókasafnari og leggur langar lykkjur á leið sína til að koma fornu lesefni í trausta skápa. Píslarsveitin leikur undir á tónleikunum í Saurbænum en með Magnúsi syngur Kammerkór Biskupstungna undir stjórn Hilmars Arnar Hilmarssonar orgelleikara. Samstarf þeirra Magnúsar hefur staðið um nokkurt skeið. Þannig kallaði Hilmar eftir nýjum flutningi á sálmunum í Skálholti 2001 en sá flutningur er nú kominn á diska og seldur í öllum skárri tónlistardeildum. Hljóðfæraskipan í þessum flutningi á sálmunum er nokkuð óvenjuleg: Utan hinnar hefðbundnu sláttusveitar, gítar, trommur, bassi, eru fiðla, harpa, blokkflauta, munnharpa, mandólín og japanskt harmóníum með í spilinu. Enda er meistarinn Magnús spenntur fyrir laugardeginum: hann segir að í prógramminu verði sálmar 43 og 8 og eitthvað fleira nýtt. Magnús flutti sálmana fyrst í Gallerí SUM á páskum 1973 með rokkbandi úr MR. Næsti flutningur þeirra í heilli dagskrá var í Gamla bíói á páskum 1985 með vanari mönnum og tveimur söngkonum: kom hljóðritun þeirra að hluta út í kassanum Megas allur á vínyl 1985 undir nafninu Andinn. Aftur flutti hann sálmana í kántrí-útgáfu með hljómsveit í Austurbæjarbíói 1986 en svo varð 15 ára hlé á flutningi bálksins þar til tónleikarnir voru í Skálholti 2001. Megas samdi lög við alla sálmana á sínum tíma og bætti um betur: sálmar Steins Steinars nr. 51 og útúrsnúningur á því ágæta kvæði, Passíusálmur 52, fylgja með. Þessar tónsmíðar eru lunginn af lögum Magnúsar við annarra kvæði en hann hefur í gegnum tíðina lagt fjölda ljóða annarra skálda til laglínu. Hann hefur líka lagt lag við ýmis veraldleg kvæði Hallgríms og voru þau meðal annars flutt í Hallgrímskirkju á tónleikum í febrúar í fyrra ásamt kveðskap Matthíasar Jochumssonar. Mun vera til hljóðritun útgáfubær á þeim flutningi. Margt annað er til hátíðahalda vegna vígsluafmælis kirkjunnar í Saurbæ: þar er uppi málverkasýning helguð Hallgrími, heimamenn verða þar með tónleika 21. apríl í sumarbyrjun og svo verður efnt til málþings um skáldið í sumar. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Megas flytur Passíusálma Hallgríms Péturssonar á hljómleikum í kirkju sálmaskáldsins í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í tvígang laugardag fyrir páska: verða fyrri tónleikarnir kl. 16 en hinir síðari um kvöldið kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá vígslu kirkjunnar sem menn hafa síðan kallað nýju kirkjuna á þessu andlega höfuðbóli Hvalfjarðar. Magnús Þór Jónsson sat í bókastofu sinni þegar tal náðist af honum vegna tónleikanna. Hann sagðist vera lerkaður af bókaburði en um helgina hafði skáldið komist í stórt tímaritasafn sem átti að fara á haugana og lagðist því í björgunarstörf. Þeir eru fáir sem vita það að Magnús Þór er forfallinn bókasafnari og leggur langar lykkjur á leið sína til að koma fornu lesefni í trausta skápa. Píslarsveitin leikur undir á tónleikunum í Saurbænum en með Magnúsi syngur Kammerkór Biskupstungna undir stjórn Hilmars Arnar Hilmarssonar orgelleikara. Samstarf þeirra Magnúsar hefur staðið um nokkurt skeið. Þannig kallaði Hilmar eftir nýjum flutningi á sálmunum í Skálholti 2001 en sá flutningur er nú kominn á diska og seldur í öllum skárri tónlistardeildum. Hljóðfæraskipan í þessum flutningi á sálmunum er nokkuð óvenjuleg: Utan hinnar hefðbundnu sláttusveitar, gítar, trommur, bassi, eru fiðla, harpa, blokkflauta, munnharpa, mandólín og japanskt harmóníum með í spilinu. Enda er meistarinn Magnús spenntur fyrir laugardeginum: hann segir að í prógramminu verði sálmar 43 og 8 og eitthvað fleira nýtt. Magnús flutti sálmana fyrst í Gallerí SUM á páskum 1973 með rokkbandi úr MR. Næsti flutningur þeirra í heilli dagskrá var í Gamla bíói á páskum 1985 með vanari mönnum og tveimur söngkonum: kom hljóðritun þeirra að hluta út í kassanum Megas allur á vínyl 1985 undir nafninu Andinn. Aftur flutti hann sálmana í kántrí-útgáfu með hljómsveit í Austurbæjarbíói 1986 en svo varð 15 ára hlé á flutningi bálksins þar til tónleikarnir voru í Skálholti 2001. Megas samdi lög við alla sálmana á sínum tíma og bætti um betur: sálmar Steins Steinars nr. 51 og útúrsnúningur á því ágæta kvæði, Passíusálmur 52, fylgja með. Þessar tónsmíðar eru lunginn af lögum Magnúsar við annarra kvæði en hann hefur í gegnum tíðina lagt fjölda ljóða annarra skálda til laglínu. Hann hefur líka lagt lag við ýmis veraldleg kvæði Hallgríms og voru þau meðal annars flutt í Hallgrímskirkju á tónleikum í febrúar í fyrra ásamt kveðskap Matthíasar Jochumssonar. Mun vera til hljóðritun útgáfubær á þeim flutningi. Margt annað er til hátíðahalda vegna vígsluafmælis kirkjunnar í Saurbæ: þar er uppi málverkasýning helguð Hallgrími, heimamenn verða þar með tónleika 21. apríl í sumarbyrjun og svo verður efnt til málþings um skáldið í sumar.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira