Jamie T: Panic Prevention - þrjár stjörnur 16. mars 2007 08:45 Bestu lögin á Panic Prevention eru á meðal þess skemmtilegasta sem hefur komið út á árinu. Hrátt, frumstætt, en grípandi popp. Jamie T er einn af þeim bresku nýliðum sem spáð var mikilli velgengni á árinu 2007 í byrjun árs. Þessi tvítugi strákur frá Wimble-don á það sameiginlegt með Mike Skinner í The Streets og Lily Allen að hann gæti ekki verið frá neinu öðru landi en Englandi. Það gera bæði textarnir og framburðurinn. Jamie Treays hóf ferilinn með því að koma fram á pöbbum og syngja lögin sín við eigin undirleik á fjögurra strengja órafmagnaðan kassabassa sem hann hafði mjög takmarkað vald yfir. Fyrsta lagið á Panic Prevention, Brand New Bass Guitar, fjallar einmitt um þetta forláta hljóðfæri. Hann gerði samning við Virgin árið 2005 og vakti í fyrra athygli fyrir smáskífurnar Sheila og If You Got The Money. Jamie T er ekki rappari. Hann syngur eða sönglar lögin sín. Tónlistin er grípandi popp, en með mjög hráum og frumstæðum „lo-fi“ hljómi og mjög svo alþýðulegum söngstíl. Maður heyrir greinilega áhrif frá listamönnum eins og Elvis Costello, John-Cooper Clarke, Jonathan Richman, The Clash og The Specials, en sterkust eru áhrifin frá þeim gróflega vanmetna snillingi Ian Dury. Eins og textar Dury fjalla textar Jamie T á húmorískan hátt um breskan hversdagsleika. Það eru nokkur frábær lög á Panic Prevention. Smáskífurnar Sheila, Calm Down Dearest og lög eins og Salvador og Alicia Quays eru á meðal þess skemmtilegasta sem maður hefur heyrt á árinu, en slakari lög draga heildina niður. Trausti Júlíusson Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Jamie T er einn af þeim bresku nýliðum sem spáð var mikilli velgengni á árinu 2007 í byrjun árs. Þessi tvítugi strákur frá Wimble-don á það sameiginlegt með Mike Skinner í The Streets og Lily Allen að hann gæti ekki verið frá neinu öðru landi en Englandi. Það gera bæði textarnir og framburðurinn. Jamie Treays hóf ferilinn með því að koma fram á pöbbum og syngja lögin sín við eigin undirleik á fjögurra strengja órafmagnaðan kassabassa sem hann hafði mjög takmarkað vald yfir. Fyrsta lagið á Panic Prevention, Brand New Bass Guitar, fjallar einmitt um þetta forláta hljóðfæri. Hann gerði samning við Virgin árið 2005 og vakti í fyrra athygli fyrir smáskífurnar Sheila og If You Got The Money. Jamie T er ekki rappari. Hann syngur eða sönglar lögin sín. Tónlistin er grípandi popp, en með mjög hráum og frumstæðum „lo-fi“ hljómi og mjög svo alþýðulegum söngstíl. Maður heyrir greinilega áhrif frá listamönnum eins og Elvis Costello, John-Cooper Clarke, Jonathan Richman, The Clash og The Specials, en sterkust eru áhrifin frá þeim gróflega vanmetna snillingi Ian Dury. Eins og textar Dury fjalla textar Jamie T á húmorískan hátt um breskan hversdagsleika. Það eru nokkur frábær lög á Panic Prevention. Smáskífurnar Sheila, Calm Down Dearest og lög eins og Salvador og Alicia Quays eru á meðal þess skemmtilegasta sem maður hefur heyrt á árinu, en slakari lög draga heildina niður. Trausti Júlíusson
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira