Kaiser Chiefs: Yours Truly, Angry Mob - tvær stjörnur 15. mars 2007 08:30 Platan er nægilega mikið á miðjunni til þess að tryggja frekari útvarpsspilun. Tónlistin fer inn um annað eyrað og strax út um hitt. Það er lag á nýju Kaiser Chiefs-plötunni sem heitir Everything Is Average Nowadays og ég er svona að reyna að gera það upp við mig hvort þeim finnist það bara hið besta mál eða ekki, því lagið, platan og þessi blessaða hljómsveit er akkúrat það, í meðallagi. Ég veit ekki alveg hvað gerðist með breskt vinsældarokk, en þær sveitir sem gera það best þessa dagana eru byrjaðar að minna mig meira og meira á pöbbasveitir. Það virðist ekki vera neitt rými lengur á breskum vinsældalistum fyrir nýbreytni. Það væri aldrei hægt að segja um Kaiser Chiefs að tónlistin risti djúpt, eða að það sé hægt að taka hana alvarlega. Það er alltaf einhver svona „hey, ég er svo fullur og það er svo ógeðslega gaman“ blær yfir þeim. Sem er eflaust frábært þegar maður er búinn að belgja sig út af bjór og vill gera heiðarlegar tilraunir til þess að sjá hversu mikið maður þarf að hrista búkinn til þess að pissa froðu. Eflaust mjög auðvelt og gaman að hoppa og skoppa við þessa tónlist á pöbb. En þegar maður er eini edrú gæinn í hópnum sér maður betur hversu fáránlegir allir hinir eru. Vitið þið hvað ég á við? Það er akkúrat þannig sem mér líður þegar ég hlusta á Kaiser Chiefs. Sem fylgifiskur Employment er ...Angry Mob fín. Hér er nægilega mikið af sæmilega grípandi lögum til þess að tryggja það að maður sleppur ekki frá því að heyra í, eða af þessari sveit, út árið. Ricky Wilson er enn að reyna að vera skondinn en tekst misvel upp. Hann er vissulega enginn Jarvis Cocker þegar kemur að textasmíð, þó hann langi til þess að vera það. Þetta er tónlist sem kristallar hversu óspennandi meginstraumsrokk er orðið. Kaiser Chiefs er sveit sem er troðið inn í eyrun á okkur og sum okkar eiga eflaust eftir að dilla sér við sum af þessum lögum einhvers staðar í gleðskap. En daginn eftir, þegar gleðskapurinn er búinn, verðum við búin að gleyma því að hafa heyrt þessi lög, alveg eins og við verðum búin að gleyma þessari sveit eftir þrjú ár. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Það er lag á nýju Kaiser Chiefs-plötunni sem heitir Everything Is Average Nowadays og ég er svona að reyna að gera það upp við mig hvort þeim finnist það bara hið besta mál eða ekki, því lagið, platan og þessi blessaða hljómsveit er akkúrat það, í meðallagi. Ég veit ekki alveg hvað gerðist með breskt vinsældarokk, en þær sveitir sem gera það best þessa dagana eru byrjaðar að minna mig meira og meira á pöbbasveitir. Það virðist ekki vera neitt rými lengur á breskum vinsældalistum fyrir nýbreytni. Það væri aldrei hægt að segja um Kaiser Chiefs að tónlistin risti djúpt, eða að það sé hægt að taka hana alvarlega. Það er alltaf einhver svona „hey, ég er svo fullur og það er svo ógeðslega gaman“ blær yfir þeim. Sem er eflaust frábært þegar maður er búinn að belgja sig út af bjór og vill gera heiðarlegar tilraunir til þess að sjá hversu mikið maður þarf að hrista búkinn til þess að pissa froðu. Eflaust mjög auðvelt og gaman að hoppa og skoppa við þessa tónlist á pöbb. En þegar maður er eini edrú gæinn í hópnum sér maður betur hversu fáránlegir allir hinir eru. Vitið þið hvað ég á við? Það er akkúrat þannig sem mér líður þegar ég hlusta á Kaiser Chiefs. Sem fylgifiskur Employment er ...Angry Mob fín. Hér er nægilega mikið af sæmilega grípandi lögum til þess að tryggja það að maður sleppur ekki frá því að heyra í, eða af þessari sveit, út árið. Ricky Wilson er enn að reyna að vera skondinn en tekst misvel upp. Hann er vissulega enginn Jarvis Cocker þegar kemur að textasmíð, þó hann langi til þess að vera það. Þetta er tónlist sem kristallar hversu óspennandi meginstraumsrokk er orðið. Kaiser Chiefs er sveit sem er troðið inn í eyrun á okkur og sum okkar eiga eflaust eftir að dilla sér við sum af þessum lögum einhvers staðar í gleðskap. En daginn eftir, þegar gleðskapurinn er búinn, verðum við búin að gleyma því að hafa heyrt þessi lög, alveg eins og við verðum búin að gleyma þessari sveit eftir þrjú ár. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira