Amiina spilar með Sufjan Stevens 14. mars 2007 09:30 Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar kemur út á netinu 21. mars. mynd/hörður sveinsson Hljómsveitin Amiina heldur tónleika með Bandaríkjamanninum Sufjan Stevens á tónlistarhátíðinni MusicNow í Cincinatti í Ohio-fylki í byrjun apríl. „Það var hugmynd uppi um að við myndum hita upp fyrir hann á síðasta Evróputúr hans fyrir síðustu jól en það hentaði okkur ekki. Síðan hittum við hann á Íslandi og ákváðum að bralla eitthvað saman,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir úr Amiinu um samstarfið með Sufjan Stevens.Nýjar útsetningarSufjan Stevens Nýtur liðsinnis stúlknanna úr Amiinu.Sufjan hélt vel heppnaða tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í lok síðasta árs þar sem mun færri komust að en vildu. Hefur hann fengið sérlega góða dóma gagnrýnenda fyrir plötur sínar, þar á meðal Come on Feel the Illinois, sem kom út árið 2005. Á tónleikunum í Cincinatti spila þær stöllur í Amiinu undir hjá Sufjan og verða lög hans flutt í nýjum útsetningum. Plata og tónleikaferðAmiina er á leiðinni í tónleikaferð um Bandaríkin sem stendur yfir frá 21. mars til 14. apríl. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Kurr, kemur einmitt út á netinu 21. mars. Standa jafnframt yfir samningaviðræður við erlent plötufyrirtæki um að gefa plötuna út. Er stefnt á almenna útgáfu í maí eða byrjun júní. Þrjátíu hljóðfæriMaría Huld segir að erfitt sé að lýsa nýju plötunni. „Hún er mjög fjölbreytt. Hún er mest instrúmental en það er sungið í nokkrum lögum. Síðan er fullt af hljóðfærum, einhver þrjátíu hljóðfæri sem við notum. Annars er þetta bara í okkar stíl,“ segir hún. Til Japans í haustHeilmikið er framundan hjá Amiinu því fyrir utan tónleikaferðina til Bandaríkjanna ætlar sveitin í þriggja vikna túr til Evrópu í maí. Jafnframt ætla þær að spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum og tónleikum í sumar. Í haust er síðan ferðinni heitið til Japans, Ástralíu og Nýja-Sjálands áður en þær fara aftur til Bandaríkjanna og Evrópu. Að sögn Maríu vonast þær til að platan komi örlítið fyrr út á Íslandi en úti í heimi. Myndu þær þá hugsanlega halda tónleika hér á landi í lok maí. Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin Amiina heldur tónleika með Bandaríkjamanninum Sufjan Stevens á tónlistarhátíðinni MusicNow í Cincinatti í Ohio-fylki í byrjun apríl. „Það var hugmynd uppi um að við myndum hita upp fyrir hann á síðasta Evróputúr hans fyrir síðustu jól en það hentaði okkur ekki. Síðan hittum við hann á Íslandi og ákváðum að bralla eitthvað saman,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir úr Amiinu um samstarfið með Sufjan Stevens.Nýjar útsetningarSufjan Stevens Nýtur liðsinnis stúlknanna úr Amiinu.Sufjan hélt vel heppnaða tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í lok síðasta árs þar sem mun færri komust að en vildu. Hefur hann fengið sérlega góða dóma gagnrýnenda fyrir plötur sínar, þar á meðal Come on Feel the Illinois, sem kom út árið 2005. Á tónleikunum í Cincinatti spila þær stöllur í Amiinu undir hjá Sufjan og verða lög hans flutt í nýjum útsetningum. Plata og tónleikaferðAmiina er á leiðinni í tónleikaferð um Bandaríkin sem stendur yfir frá 21. mars til 14. apríl. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Kurr, kemur einmitt út á netinu 21. mars. Standa jafnframt yfir samningaviðræður við erlent plötufyrirtæki um að gefa plötuna út. Er stefnt á almenna útgáfu í maí eða byrjun júní. Þrjátíu hljóðfæriMaría Huld segir að erfitt sé að lýsa nýju plötunni. „Hún er mjög fjölbreytt. Hún er mest instrúmental en það er sungið í nokkrum lögum. Síðan er fullt af hljóðfærum, einhver þrjátíu hljóðfæri sem við notum. Annars er þetta bara í okkar stíl,“ segir hún. Til Japans í haustHeilmikið er framundan hjá Amiinu því fyrir utan tónleikaferðina til Bandaríkjanna ætlar sveitin í þriggja vikna túr til Evrópu í maí. Jafnframt ætla þær að spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum og tónleikum í sumar. Í haust er síðan ferðinni heitið til Japans, Ástralíu og Nýja-Sjálands áður en þær fara aftur til Bandaríkjanna og Evrópu. Að sögn Maríu vonast þær til að platan komi örlítið fyrr út á Íslandi en úti í heimi. Myndu þær þá hugsanlega halda tónleika hér á landi í lok maí.
Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“