Björk spilar á styrktartónleikum 13. mars 2007 06:15 Tónlistarkonan Björk Guðmundsson mun koma fram á styrktartónleikum á Nasa hinn 1. apríl ásamt tíu stúlkna blásturshljómsveit. Munu þau frumflytja lög af nýjustu plötu Bjarkar, Volta, sem kemur út 7. maí. Á tónleikunum spila einnig Mugison, Lay Low, Pétur Ben, KK, Wulfgang, Magga Stína og Esja. Tónleikarnir eru haldnir af Forma, sem eru samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi. Að sögn Ölmu Geirdal hjá Forma var Björk afar áhugasöm um að koma fram á tónleikunum. „Þegar við loksins komumst í samband við hana var hún mjög til í þetta. Þetta var auðveldara en maður bjóst við," segir Alma. „Það er yndislegt að fólk vilji taka þátt og vekja athygli með okkur á viðkvæmu málefni." Tónleikarnir verða þeir fyrstu sem Björk heldur á þessu ári. Hún hefur þegar bókað sig á þó nokkrar tónleikahátíðir víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Hróarskeldu, Glastonbury og Coachella. Ekki er langt síðan Björk lagði lokahönd sína á Volta. Á meðal þeirra sem aðstoða hana á plötunni eru upptökustjórinn Timbaland, Antony úr hljómsveitinni Antony and the Johnsons, trommarinn Chris Corsano og Konono nr. 1. Auk þess semur Sjón einn texta á plötunni og er það fimmti textinn sem hann semur fyrir Björk. Miðasala á styrktartónleikana á Nasa hefst í lok vikunnar á midi.is og í verslunum Skífunnar. Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsson mun koma fram á styrktartónleikum á Nasa hinn 1. apríl ásamt tíu stúlkna blásturshljómsveit. Munu þau frumflytja lög af nýjustu plötu Bjarkar, Volta, sem kemur út 7. maí. Á tónleikunum spila einnig Mugison, Lay Low, Pétur Ben, KK, Wulfgang, Magga Stína og Esja. Tónleikarnir eru haldnir af Forma, sem eru samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi. Að sögn Ölmu Geirdal hjá Forma var Björk afar áhugasöm um að koma fram á tónleikunum. „Þegar við loksins komumst í samband við hana var hún mjög til í þetta. Þetta var auðveldara en maður bjóst við," segir Alma. „Það er yndislegt að fólk vilji taka þátt og vekja athygli með okkur á viðkvæmu málefni." Tónleikarnir verða þeir fyrstu sem Björk heldur á þessu ári. Hún hefur þegar bókað sig á þó nokkrar tónleikahátíðir víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Hróarskeldu, Glastonbury og Coachella. Ekki er langt síðan Björk lagði lokahönd sína á Volta. Á meðal þeirra sem aðstoða hana á plötunni eru upptökustjórinn Timbaland, Antony úr hljómsveitinni Antony and the Johnsons, trommarinn Chris Corsano og Konono nr. 1. Auk þess semur Sjón einn texta á plötunni og er það fimmti textinn sem hann semur fyrir Björk. Miðasala á styrktartónleikana á Nasa hefst í lok vikunnar á midi.is og í verslunum Skífunnar.
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“