Tónlist

Fimmti í Helsinki

Eiríkur verður fimmti á svið þegar hann syngur lagið Ég les í lófa þínum.
Eiríkur verður fimmti á svið þegar hann syngur lagið Ég les í lófa þínum.

Eiríkur Hauksson verður fimmti á svið í Helsinki þegar hann syngur lagið Ég les í lófa þínum í undankeppni Eurovision í maí. Aðstandendur lagsins höfðu vonast til að verða fimmtu til áttundu á svið og urðu því himinifandi þegar þeir fengu tíðindin.

Upptökum á myndbandi við lagið lauk í síðustu viku. Fóru þær fram í Hvalfirði í miklum frosthörkum og vindi. Leikstjóri var Gunnar Björn Guðmundsson, sem nýlega lauk við Astrópíu, sem er væntanleg í kvikmyndahús. „Það var kalt en ofboðslega fallegt veður. Við vorum heppin með birtu og allt kom mjög vel út,“ segir lagahöfundurinn Sveinn Rúnar Sigurðsson.

Upptökum á enskri útgáfu lagsins er einnig lokið og er það nokkuð frábrugðið íslensku útgáfunni. Upphaflega stóð til að taka upp nýja útgáfu af íslenska laginu en ekki gafst tími til þess. „Ég er alveg himinlifandi með útkomuna,“ segir Sveinn Rúnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×