Galdrakarlar, tröll og krakkar 9. mars 2007 09:15 Í vikunni hefur fjöldi grunnskólabarna heimsótt Sinfóníuhljómsveit Íslands og kynnt sér starf hennar. MYND/Valli Á morgun kl. 15 er komið að árlegum fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói en þá verður lokið upp dyrum að ævintýralegum heimi trölla, galdrakarla og annarra kynjavera. Strákústar taka upp á því að dansa eftir misheppnaða galdratilraun lærisveins, Dimmalimm leikur á flautu, uglan hans Harry Potter tekur flugið, næturdrottningin syngur aríu og galdramaður af Ströndum mun kveða niður draug. Stjórnandi á tónleikunum er Bernharður Wilkinson en með sveitinni koma einnig fram ungur flautuleikari, Björg Brjánsdóttir, sem er aðeins tæplega 14 ára gömul en kemur nú í annað sinn fram með hljómsveitinni. Auk þess syngur Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona aríu Næturdrottningarinnar eftir Mozart. Kynnir á tónleikunum er kamelljónið Skúli Gautason. Síðdegis á morgun heldur kammertónleikaröð Sinfóníunnar, sem kennd er við Kristal, áfram í Listasafni Íslands. Í eldlínunni á morgun verða Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru Píanótríó eftir Ludwig van Beethoven, Metamorphoses fyrir píanótríó eftir Hafliða Hallgrímsson og Tríó í G-dúr fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Claude Debussy. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 17. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Á morgun kl. 15 er komið að árlegum fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói en þá verður lokið upp dyrum að ævintýralegum heimi trölla, galdrakarla og annarra kynjavera. Strákústar taka upp á því að dansa eftir misheppnaða galdratilraun lærisveins, Dimmalimm leikur á flautu, uglan hans Harry Potter tekur flugið, næturdrottningin syngur aríu og galdramaður af Ströndum mun kveða niður draug. Stjórnandi á tónleikunum er Bernharður Wilkinson en með sveitinni koma einnig fram ungur flautuleikari, Björg Brjánsdóttir, sem er aðeins tæplega 14 ára gömul en kemur nú í annað sinn fram með hljómsveitinni. Auk þess syngur Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona aríu Næturdrottningarinnar eftir Mozart. Kynnir á tónleikunum er kamelljónið Skúli Gautason. Síðdegis á morgun heldur kammertónleikaröð Sinfóníunnar, sem kennd er við Kristal, áfram í Listasafni Íslands. Í eldlínunni á morgun verða Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru Píanótríó eftir Ludwig van Beethoven, Metamorphoses fyrir píanótríó eftir Hafliða Hallgrímsson og Tríó í G-dúr fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Claude Debussy. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 17.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira