Fótbolti

Til La Manga með Álasundi

Guðjón er hér í leik með U-21 landsliði Íslands.
Guðjón er hér í leik með U-21 landsliði Íslands. MYND/Heiða

Guðjón Baldvinsson mun fara með Álasundi í vikuæfingaferð til La Manga á Spáni í næstu viku. Hann hefur verið að æfa með liðinu undanfarna daga og átti góða innkomu í tapleik liðsins gegn Djurgården í fyrrakvöld.

„Guðjón átti jákvæða innkomu. Hann gæti orðið góð viðbót við okkar lið,“ sagði Per Joar Hansen, þjálfari Álasunds, eftir leikinn.

Haraldur Freyr Guðmundsson er á mála hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×