Stormsker á Asíumarkað 5. febrúar 2007 06:00 Syngur tregablandna ástarsöngva, sem samdir eru víðsvegar um Asíu, á nýrri plötu: „There is only one“. „Þessi plata er ekkert endilega hugsuð fyrir íslenskan markað. Ég hef verið í viðræðum við eitt af stærstu kompaníum í Bangkok og vel inni í myndinni að hún komi út um alla Asíu á næsta ári. Jájá, nóg að gera á stóru heimili,” segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker drjúgur með sig. Sverrir hefur lagt lokahönd á sína nýjustu plötu sem heitir “There is only one” og er hún væntanleg í allar betri plötubúðir á næstunni. Heiti plötunnar er ekki vísun í Highlander-myndina og hin eftirminnilegu ummæli „There can be only one!” Né heldur er um gorgeir í Stormskerinu að ræða heldur er heitið tilvísun í stelpu nokkra sem Sverrir hitti þegar þau voru sjö ára gömul bæði tvö. Platan er öll til hennar. Hinn sérstæði tónlistarmaður hefur á undanförnum mánuðum dvalið langdvölum víðs vegar um Asíu og platan er öll tekin upp í Bangkok. Með fulltingi tónlistarmanna sem þar dvöldu þá við störf og leik. „Á plötunni er til dæmis ein söngkona sem heitir Myra, Tæ-Filippeysk-Kínverk og er alveg útrúlega lunkin. Hún syngur með þeim hætti að aðeins er á færi fimm til sex söngkvenna í heimi. Annar er söngvari sem kemur við sögu og heitir Gregory Carol sem hefur sungið með Santana og Robert Palmer. Upptökumaðurinn hefur starfað með gommu heimsþekktra tónlistarmanna á borð við Diönnu Ross, Bobby Brown og Rolling Stones. Hann heitir Ron Zelst og selst vel.” Sverrir segir þetta mika atvinnumenn sem starfa í Bangkok en á hinni nýju plötu er sungið á ensku. 12 lög flutt á 73 mínútum. “Fólk fær mikið fyrir peninginn. Þetta eru svona... tregablandnir ástarsöngvar sem samdir eru víðsvegar um Asíu.” Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þessi plata er ekkert endilega hugsuð fyrir íslenskan markað. Ég hef verið í viðræðum við eitt af stærstu kompaníum í Bangkok og vel inni í myndinni að hún komi út um alla Asíu á næsta ári. Jájá, nóg að gera á stóru heimili,” segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker drjúgur með sig. Sverrir hefur lagt lokahönd á sína nýjustu plötu sem heitir “There is only one” og er hún væntanleg í allar betri plötubúðir á næstunni. Heiti plötunnar er ekki vísun í Highlander-myndina og hin eftirminnilegu ummæli „There can be only one!” Né heldur er um gorgeir í Stormskerinu að ræða heldur er heitið tilvísun í stelpu nokkra sem Sverrir hitti þegar þau voru sjö ára gömul bæði tvö. Platan er öll til hennar. Hinn sérstæði tónlistarmaður hefur á undanförnum mánuðum dvalið langdvölum víðs vegar um Asíu og platan er öll tekin upp í Bangkok. Með fulltingi tónlistarmanna sem þar dvöldu þá við störf og leik. „Á plötunni er til dæmis ein söngkona sem heitir Myra, Tæ-Filippeysk-Kínverk og er alveg útrúlega lunkin. Hún syngur með þeim hætti að aðeins er á færi fimm til sex söngkvenna í heimi. Annar er söngvari sem kemur við sögu og heitir Gregory Carol sem hefur sungið með Santana og Robert Palmer. Upptökumaðurinn hefur starfað með gommu heimsþekktra tónlistarmanna á borð við Diönnu Ross, Bobby Brown og Rolling Stones. Hann heitir Ron Zelst og selst vel.” Sverrir segir þetta mika atvinnumenn sem starfa í Bangkok en á hinni nýju plötu er sungið á ensku. 12 lög flutt á 73 mínútum. “Fólk fær mikið fyrir peninginn. Þetta eru svona... tregablandnir ástarsöngvar sem samdir eru víðsvegar um Asíu.”
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira