Stormsker á Asíumarkað 5. febrúar 2007 06:00 Syngur tregablandna ástarsöngva, sem samdir eru víðsvegar um Asíu, á nýrri plötu: „There is only one“. „Þessi plata er ekkert endilega hugsuð fyrir íslenskan markað. Ég hef verið í viðræðum við eitt af stærstu kompaníum í Bangkok og vel inni í myndinni að hún komi út um alla Asíu á næsta ári. Jájá, nóg að gera á stóru heimili,” segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker drjúgur með sig. Sverrir hefur lagt lokahönd á sína nýjustu plötu sem heitir “There is only one” og er hún væntanleg í allar betri plötubúðir á næstunni. Heiti plötunnar er ekki vísun í Highlander-myndina og hin eftirminnilegu ummæli „There can be only one!” Né heldur er um gorgeir í Stormskerinu að ræða heldur er heitið tilvísun í stelpu nokkra sem Sverrir hitti þegar þau voru sjö ára gömul bæði tvö. Platan er öll til hennar. Hinn sérstæði tónlistarmaður hefur á undanförnum mánuðum dvalið langdvölum víðs vegar um Asíu og platan er öll tekin upp í Bangkok. Með fulltingi tónlistarmanna sem þar dvöldu þá við störf og leik. „Á plötunni er til dæmis ein söngkona sem heitir Myra, Tæ-Filippeysk-Kínverk og er alveg útrúlega lunkin. Hún syngur með þeim hætti að aðeins er á færi fimm til sex söngkvenna í heimi. Annar er söngvari sem kemur við sögu og heitir Gregory Carol sem hefur sungið með Santana og Robert Palmer. Upptökumaðurinn hefur starfað með gommu heimsþekktra tónlistarmanna á borð við Diönnu Ross, Bobby Brown og Rolling Stones. Hann heitir Ron Zelst og selst vel.” Sverrir segir þetta mika atvinnumenn sem starfa í Bangkok en á hinni nýju plötu er sungið á ensku. 12 lög flutt á 73 mínútum. “Fólk fær mikið fyrir peninginn. Þetta eru svona... tregablandnir ástarsöngvar sem samdir eru víðsvegar um Asíu.” Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þessi plata er ekkert endilega hugsuð fyrir íslenskan markað. Ég hef verið í viðræðum við eitt af stærstu kompaníum í Bangkok og vel inni í myndinni að hún komi út um alla Asíu á næsta ári. Jájá, nóg að gera á stóru heimili,” segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker drjúgur með sig. Sverrir hefur lagt lokahönd á sína nýjustu plötu sem heitir “There is only one” og er hún væntanleg í allar betri plötubúðir á næstunni. Heiti plötunnar er ekki vísun í Highlander-myndina og hin eftirminnilegu ummæli „There can be only one!” Né heldur er um gorgeir í Stormskerinu að ræða heldur er heitið tilvísun í stelpu nokkra sem Sverrir hitti þegar þau voru sjö ára gömul bæði tvö. Platan er öll til hennar. Hinn sérstæði tónlistarmaður hefur á undanförnum mánuðum dvalið langdvölum víðs vegar um Asíu og platan er öll tekin upp í Bangkok. Með fulltingi tónlistarmanna sem þar dvöldu þá við störf og leik. „Á plötunni er til dæmis ein söngkona sem heitir Myra, Tæ-Filippeysk-Kínverk og er alveg útrúlega lunkin. Hún syngur með þeim hætti að aðeins er á færi fimm til sex söngkvenna í heimi. Annar er söngvari sem kemur við sögu og heitir Gregory Carol sem hefur sungið með Santana og Robert Palmer. Upptökumaðurinn hefur starfað með gommu heimsþekktra tónlistarmanna á borð við Diönnu Ross, Bobby Brown og Rolling Stones. Hann heitir Ron Zelst og selst vel.” Sverrir segir þetta mika atvinnumenn sem starfa í Bangkok en á hinni nýju plötu er sungið á ensku. 12 lög flutt á 73 mínútum. “Fólk fær mikið fyrir peninginn. Þetta eru svona... tregablandnir ástarsöngvar sem samdir eru víðsvegar um Asíu.”
Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira