Stormsker á Asíumarkað 5. febrúar 2007 06:00 Syngur tregablandna ástarsöngva, sem samdir eru víðsvegar um Asíu, á nýrri plötu: „There is only one“. „Þessi plata er ekkert endilega hugsuð fyrir íslenskan markað. Ég hef verið í viðræðum við eitt af stærstu kompaníum í Bangkok og vel inni í myndinni að hún komi út um alla Asíu á næsta ári. Jájá, nóg að gera á stóru heimili,” segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker drjúgur með sig. Sverrir hefur lagt lokahönd á sína nýjustu plötu sem heitir “There is only one” og er hún væntanleg í allar betri plötubúðir á næstunni. Heiti plötunnar er ekki vísun í Highlander-myndina og hin eftirminnilegu ummæli „There can be only one!” Né heldur er um gorgeir í Stormskerinu að ræða heldur er heitið tilvísun í stelpu nokkra sem Sverrir hitti þegar þau voru sjö ára gömul bæði tvö. Platan er öll til hennar. Hinn sérstæði tónlistarmaður hefur á undanförnum mánuðum dvalið langdvölum víðs vegar um Asíu og platan er öll tekin upp í Bangkok. Með fulltingi tónlistarmanna sem þar dvöldu þá við störf og leik. „Á plötunni er til dæmis ein söngkona sem heitir Myra, Tæ-Filippeysk-Kínverk og er alveg útrúlega lunkin. Hún syngur með þeim hætti að aðeins er á færi fimm til sex söngkvenna í heimi. Annar er söngvari sem kemur við sögu og heitir Gregory Carol sem hefur sungið með Santana og Robert Palmer. Upptökumaðurinn hefur starfað með gommu heimsþekktra tónlistarmanna á borð við Diönnu Ross, Bobby Brown og Rolling Stones. Hann heitir Ron Zelst og selst vel.” Sverrir segir þetta mika atvinnumenn sem starfa í Bangkok en á hinni nýju plötu er sungið á ensku. 12 lög flutt á 73 mínútum. “Fólk fær mikið fyrir peninginn. Þetta eru svona... tregablandnir ástarsöngvar sem samdir eru víðsvegar um Asíu.” Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þessi plata er ekkert endilega hugsuð fyrir íslenskan markað. Ég hef verið í viðræðum við eitt af stærstu kompaníum í Bangkok og vel inni í myndinni að hún komi út um alla Asíu á næsta ári. Jájá, nóg að gera á stóru heimili,” segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker drjúgur með sig. Sverrir hefur lagt lokahönd á sína nýjustu plötu sem heitir “There is only one” og er hún væntanleg í allar betri plötubúðir á næstunni. Heiti plötunnar er ekki vísun í Highlander-myndina og hin eftirminnilegu ummæli „There can be only one!” Né heldur er um gorgeir í Stormskerinu að ræða heldur er heitið tilvísun í stelpu nokkra sem Sverrir hitti þegar þau voru sjö ára gömul bæði tvö. Platan er öll til hennar. Hinn sérstæði tónlistarmaður hefur á undanförnum mánuðum dvalið langdvölum víðs vegar um Asíu og platan er öll tekin upp í Bangkok. Með fulltingi tónlistarmanna sem þar dvöldu þá við störf og leik. „Á plötunni er til dæmis ein söngkona sem heitir Myra, Tæ-Filippeysk-Kínverk og er alveg útrúlega lunkin. Hún syngur með þeim hætti að aðeins er á færi fimm til sex söngkvenna í heimi. Annar er söngvari sem kemur við sögu og heitir Gregory Carol sem hefur sungið með Santana og Robert Palmer. Upptökumaðurinn hefur starfað með gommu heimsþekktra tónlistarmanna á borð við Diönnu Ross, Bobby Brown og Rolling Stones. Hann heitir Ron Zelst og selst vel.” Sverrir segir þetta mika atvinnumenn sem starfa í Bangkok en á hinni nýju plötu er sungið á ensku. 12 lög flutt á 73 mínútum. “Fólk fær mikið fyrir peninginn. Þetta eru svona... tregablandnir ástarsöngvar sem samdir eru víðsvegar um Asíu.”
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira