Brúðkaup ársins í norðangarra og kulda 19. nóvember 2007 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir nýgift. Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttur gengu í það heilaga á laugardaginn. Hjónakornin héldu síðan veglega veislu í Hafnarhúsinu þar sem Ný Dönsk og Gus Gus léku fyrir dansi. Klukkan hálf sex á laugardagskvöldinu dró til tíðinda á Lækjargötunni þegar allt tók að fyllast af glæsibifreiðum fyrir utan Fríkirkjuna. Prúðbúin fyrirmenninn tóku að týnast inn í kirkjuna. Brúðinni seinkaði örlítið og mætti tuttugu mínútur í sex, klædd í glæsilegan hvítan brúðarkjól sem var hannaður og saumaður af fatahönnuðinum Steinunni Sigurðardóttur. Ingibjörg gekk inn um hliðardyrnar á Fríkirkjunni og sáu öryggisverðir um að ekki sæist högg á vatni á glæsilegum kjól hennar með regnhlífum. Inní kirkjunni beið hennar Jón Ásgeir sem stóð stoltur ásamt föður sínum Jóhannes Jónssyni. Séra Hjörtur Magni, fríkirkjuprestur, gaf hjónakornin saman frammi fyrir Guði og mönnum og stórsöngvararnir Garðar Thor Cortes og Daníel Ágúst Haraldsson sungu við athöfnina. Kirkjan var dúkalögð með gráu teppi og hvítum línum og útí gluggum kirkjunnar hafði verið komið fyrir hvítum kertum og rósum í sama lit. Rétt yfir sex voru kirkjudyrnar opnaðar og haldið yfir í Hafnarhúsið þar sem glæsileg veislan stóð langt fram á nótt undir styrkri stjórn veislustjórans og kvikmyndaleikstjórans Baltasars Kormáks en hann er sem kunnugt er mágur Ingibjargar. Slíkur var fjöldi gesta að biðröð myndaðist fyrir utan Hafnarhúsið og olli nokkrum umferðartöfum á Tryggvagötunni. Veislan var að sögn veislugesta nokkuð hefðbundin, ef svo má að orði komast. Faðir brúðgumans, Jóhannes. tók til máls og óskaði brúðarhjónunum velfarnaðar og í kjölfarið komu ræðumennirnir einn af öðrum, Lilja Pálmadóttir, systir Ingibjargar, auk þess sem sonur Ingibjargar, Sigurður Pálmi, hélt hugljúfa tölu um brúðhjónin. Skemmtiatriðin voru ekki af verra taginu, íslensku hljómsveitirnar Ný Dönsk og Gus Gus, léku fyrir dansi. Ekki var neinn hörgull á rómantíkinni, staðurinn var skreyttur hvítum rósum og hvítum kertum og ákveðnum hápunkti var náð þegar kvennakór gekk í salinn undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og söng með gestunum Bítlalagið All You Need is Love. Hjónakornin virtust una sér vel í kringum íslensku listamennina og léku á alls oddi og gestirnir dönsuðu fram á rauða nótt. Slík var veislugleðin að um fjögurleytið var gripið til þess ráðs að breyta listasafninu í alvöru hamborgarastað þar sem reiddir voru fram dýrindis borgara með frönskum. Samkvæmt sjónarvottum hurfu síðustu gestirnir útí kaldan vetrarmorgunin klukkan hálf fimm. Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttur gengu í það heilaga á laugardaginn. Hjónakornin héldu síðan veglega veislu í Hafnarhúsinu þar sem Ný Dönsk og Gus Gus léku fyrir dansi. Klukkan hálf sex á laugardagskvöldinu dró til tíðinda á Lækjargötunni þegar allt tók að fyllast af glæsibifreiðum fyrir utan Fríkirkjuna. Prúðbúin fyrirmenninn tóku að týnast inn í kirkjuna. Brúðinni seinkaði örlítið og mætti tuttugu mínútur í sex, klædd í glæsilegan hvítan brúðarkjól sem var hannaður og saumaður af fatahönnuðinum Steinunni Sigurðardóttur. Ingibjörg gekk inn um hliðardyrnar á Fríkirkjunni og sáu öryggisverðir um að ekki sæist högg á vatni á glæsilegum kjól hennar með regnhlífum. Inní kirkjunni beið hennar Jón Ásgeir sem stóð stoltur ásamt föður sínum Jóhannes Jónssyni. Séra Hjörtur Magni, fríkirkjuprestur, gaf hjónakornin saman frammi fyrir Guði og mönnum og stórsöngvararnir Garðar Thor Cortes og Daníel Ágúst Haraldsson sungu við athöfnina. Kirkjan var dúkalögð með gráu teppi og hvítum línum og útí gluggum kirkjunnar hafði verið komið fyrir hvítum kertum og rósum í sama lit. Rétt yfir sex voru kirkjudyrnar opnaðar og haldið yfir í Hafnarhúsið þar sem glæsileg veislan stóð langt fram á nótt undir styrkri stjórn veislustjórans og kvikmyndaleikstjórans Baltasars Kormáks en hann er sem kunnugt er mágur Ingibjargar. Slíkur var fjöldi gesta að biðröð myndaðist fyrir utan Hafnarhúsið og olli nokkrum umferðartöfum á Tryggvagötunni. Veislan var að sögn veislugesta nokkuð hefðbundin, ef svo má að orði komast. Faðir brúðgumans, Jóhannes. tók til máls og óskaði brúðarhjónunum velfarnaðar og í kjölfarið komu ræðumennirnir einn af öðrum, Lilja Pálmadóttir, systir Ingibjargar, auk þess sem sonur Ingibjargar, Sigurður Pálmi, hélt hugljúfa tölu um brúðhjónin. Skemmtiatriðin voru ekki af verra taginu, íslensku hljómsveitirnar Ný Dönsk og Gus Gus, léku fyrir dansi. Ekki var neinn hörgull á rómantíkinni, staðurinn var skreyttur hvítum rósum og hvítum kertum og ákveðnum hápunkti var náð þegar kvennakór gekk í salinn undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og söng með gestunum Bítlalagið All You Need is Love. Hjónakornin virtust una sér vel í kringum íslensku listamennina og léku á alls oddi og gestirnir dönsuðu fram á rauða nótt. Slík var veislugleðin að um fjögurleytið var gripið til þess ráðs að breyta listasafninu í alvöru hamborgarastað þar sem reiddir voru fram dýrindis borgara með frönskum. Samkvæmt sjónarvottum hurfu síðustu gestirnir útí kaldan vetrarmorgunin klukkan hálf fimm.
Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira