Idolstjörnur áberandi í fyrsta holli Eurovision 15. janúar 2007 09:00 Snorri tapaði veðmáli og syngur því í undankeppni Eurovision. „Ég tapaði veðmáli og þess vegna er ég með," segir Idolstjarnan Snorri Snorrason sem er einn þeirra söngvara sem flytja lag í fyrsta riðli undankeppni Eurovision á laugardaginn. Snorri syngur lagið Undarleg er ástin eftir Óskar Guðnason og textahöfundinn Kristján Hreinsson. Þegar Fréttablaðið ræddi við Snorra í gærdag var verið að leggja lokahönd á lagið. „Þetta lag datt inn í keppnina á síðustu stundu af því að annað lag datt út. Það gerist því allt mjög hratt og við erum bara að klára að taka það upp," segir Snorri. Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn. Idolstjörnur eru áberandi í fyrsta riðlinum. Auk Snorra syngja þær Aðalheiður Ólafsdóttir og Bríet Sunna Valdimarsdóttir líka á laugardagskvöldið. Heiða syngur lagið Enginn eins og þú eftir Roland Hartwell við texta Stefáns Hilmarssonar og Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn eftir Trausta Bjarnason við texta Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Heiða syngur lag Rolands Hartwell. Þá syngur Bergþór Smári eigið lag og texta, Þú gafst mér allt, Sigurjón Brink syngur lagið Áfram sem hann semur með Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur en hún og Jóhannes Ásbjörnsson eiga textann, Hreimur Heimisson syngur lagið Draumur eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Matti úr Pöpunum syngur Húsin hafa augu eftir Þormar Ingimarsson, en Kristján Hreinsson á textann við tvö síðasttöldu lögin. Finnur Jóhannsson syngur svo Allt eða ekki neitt, textinn er eftir Þorkel Olgeirsson sem semur lagið með Torfa Ólafssyni og Edvard Lárussyni. Fyrsta undankvöld Eurovision af þremur verður í Sjónvarpinu á laugardagskvöld. Öll þessi lög verða flutt á Rás 2 í dag og verða svo aðgengileg á www.ruv.is. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég tapaði veðmáli og þess vegna er ég með," segir Idolstjarnan Snorri Snorrason sem er einn þeirra söngvara sem flytja lag í fyrsta riðli undankeppni Eurovision á laugardaginn. Snorri syngur lagið Undarleg er ástin eftir Óskar Guðnason og textahöfundinn Kristján Hreinsson. Þegar Fréttablaðið ræddi við Snorra í gærdag var verið að leggja lokahönd á lagið. „Þetta lag datt inn í keppnina á síðustu stundu af því að annað lag datt út. Það gerist því allt mjög hratt og við erum bara að klára að taka það upp," segir Snorri. Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn. Idolstjörnur eru áberandi í fyrsta riðlinum. Auk Snorra syngja þær Aðalheiður Ólafsdóttir og Bríet Sunna Valdimarsdóttir líka á laugardagskvöldið. Heiða syngur lagið Enginn eins og þú eftir Roland Hartwell við texta Stefáns Hilmarssonar og Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn eftir Trausta Bjarnason við texta Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Heiða syngur lag Rolands Hartwell. Þá syngur Bergþór Smári eigið lag og texta, Þú gafst mér allt, Sigurjón Brink syngur lagið Áfram sem hann semur með Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur en hún og Jóhannes Ásbjörnsson eiga textann, Hreimur Heimisson syngur lagið Draumur eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Matti úr Pöpunum syngur Húsin hafa augu eftir Þormar Ingimarsson, en Kristján Hreinsson á textann við tvö síðasttöldu lögin. Finnur Jóhannsson syngur svo Allt eða ekki neitt, textinn er eftir Þorkel Olgeirsson sem semur lagið með Torfa Ólafssyni og Edvard Lárussyni. Fyrsta undankvöld Eurovision af þremur verður í Sjónvarpinu á laugardagskvöld. Öll þessi lög verða flutt á Rás 2 í dag og verða svo aðgengileg á www.ruv.is.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira