Close to Paradise - fjórar stjörnur 14. janúar 2007 14:00 Þegar hann heimsótti okkur á Airwaves hafði enginn hugmynd um hver hann var, en Patrick Watson er undrabarn og þessi nýja plata hans meistarastykki. Á hverju ári í janúar, rekst maður á plötur eins og þessa, sem er stórkostleg en var samt af einhverjum ástæðum hvergi að finna á árslistum gagnrýnenda. Það þýðir engan veginn að platan sé eitthvað síðri en þær sem þar voru, heldur er magn útgefna titla á hverju ári bara orðið svo gífurlegt að jafnvel þau okkar sem kafa djúpt eftir nýrri tónlist neyðumst til að sætta okkur við að sjá aðeins topp ísjakans hvert ár. Þessi ungi maður, Patrick Watson, er frá Kanada og heimsótti okkur nú síðast á Iceland Airwaveshátíðina. Hann spilaði meira að segja með mér á tónleikum í 12 Tónum á föstudeginum, en samt náði ég einhvern veginn að missa algjörlega af honum. Alveg magnað hvað maður getur verið blindur fyrir umhverfi sínu þegar maður er með hausinn upp í eigin rassgati. Patrick Watson slógu í gegn á síðustu Airwaves-hátíð. Ímyndið ykkur bara að vísindamenn gætu blandað saman erfðarvísum þekktra tónlistarmanna og skapað nýjan einstakling með hæfileika allra hinna. Patrick, sem leikur á píanó og syngur, væri þá eðalblanda af Tom Waits, Isaac Brock úr Modest Mouse, Tori Amos og Jeff Buckley. Hann hefði erft lagasmíðahæfni Isaacs, putta Tori, næmni Waits fyrir ævintýralegum útsetningum og raddbönd Buckley. Já, ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta eru svakalegar samlíkingar, en pilturinn á inni fyrir þeim. Hann er þó ekkert í stöðugum raddfimleikum, eins og hinn tilfinninganæmi Buckley, en sýnir þó getu sína af og til eins og í laginu frábæra Luscious Life. Annað frábært lag á plötunni heitir The Storm, myndmál þess og útsetning er svo sterk að það er ómögulegt að hlusta á það án þess að bíósýningarvélin í hausnum fari af stað. Eins og oft vil verða með plötur snillinga, eru þær nokkuð þungur biti til þess kyngja í fyrstu. Þannig er þetta er vissulega þunglamaleg plata á köflum og ég get vel ímyndað mér að fjöldi fólks á eftir að gefast upp áður en platan getur haft teljandi áhrif á þá. Þetta er plata sem maður verður að tyggja svolítið vel áður en hægt er að renna henni niður í maga. Hér er of mikið af upplýsingum, og heilinn þarf einfaldlega tíma til þess að vinna almennilega úr þeim. En ef þið gefið þessu tíma, þá eignist þið plötu í safnið sem ykkur á eftir að þykja vænt um til æviloka, og jafnvel lengur. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Á hverju ári í janúar, rekst maður á plötur eins og þessa, sem er stórkostleg en var samt af einhverjum ástæðum hvergi að finna á árslistum gagnrýnenda. Það þýðir engan veginn að platan sé eitthvað síðri en þær sem þar voru, heldur er magn útgefna titla á hverju ári bara orðið svo gífurlegt að jafnvel þau okkar sem kafa djúpt eftir nýrri tónlist neyðumst til að sætta okkur við að sjá aðeins topp ísjakans hvert ár. Þessi ungi maður, Patrick Watson, er frá Kanada og heimsótti okkur nú síðast á Iceland Airwaveshátíðina. Hann spilaði meira að segja með mér á tónleikum í 12 Tónum á föstudeginum, en samt náði ég einhvern veginn að missa algjörlega af honum. Alveg magnað hvað maður getur verið blindur fyrir umhverfi sínu þegar maður er með hausinn upp í eigin rassgati. Patrick Watson slógu í gegn á síðustu Airwaves-hátíð. Ímyndið ykkur bara að vísindamenn gætu blandað saman erfðarvísum þekktra tónlistarmanna og skapað nýjan einstakling með hæfileika allra hinna. Patrick, sem leikur á píanó og syngur, væri þá eðalblanda af Tom Waits, Isaac Brock úr Modest Mouse, Tori Amos og Jeff Buckley. Hann hefði erft lagasmíðahæfni Isaacs, putta Tori, næmni Waits fyrir ævintýralegum útsetningum og raddbönd Buckley. Já, ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta eru svakalegar samlíkingar, en pilturinn á inni fyrir þeim. Hann er þó ekkert í stöðugum raddfimleikum, eins og hinn tilfinninganæmi Buckley, en sýnir þó getu sína af og til eins og í laginu frábæra Luscious Life. Annað frábært lag á plötunni heitir The Storm, myndmál þess og útsetning er svo sterk að það er ómögulegt að hlusta á það án þess að bíósýningarvélin í hausnum fari af stað. Eins og oft vil verða með plötur snillinga, eru þær nokkuð þungur biti til þess kyngja í fyrstu. Þannig er þetta er vissulega þunglamaleg plata á köflum og ég get vel ímyndað mér að fjöldi fólks á eftir að gefast upp áður en platan getur haft teljandi áhrif á þá. Þetta er plata sem maður verður að tyggja svolítið vel áður en hægt er að renna henni niður í maga. Hér er of mikið af upplýsingum, og heilinn þarf einfaldlega tíma til þess að vinna almennilega úr þeim. En ef þið gefið þessu tíma, þá eignist þið plötu í safnið sem ykkur á eftir að þykja vænt um til æviloka, og jafnvel lengur. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira