R.E.M., Van Halen og Patti Smith valin 10. janúar 2007 14:00 Stipe og félagar í R.E.M. verða innvígðir í Frægðarhöll rokksins hinn 12. mars. Hljómsveitirnar R.E.M., Van Halen, The Ronettes, Grandmaster Flash and the Furious Five og söngkonan Patti Smith verða innvígð inn í Frægðarhöll rokksins í New York hinn 12. mars. Sex hundruð manns úr tónlistarbransanum sáu um valið. Til að eiga möguleika á að komast í Frægðarhöllina þurftu listamennirnir að hafa gefið út sína fyrstu smáskífu eða plötu fyrir að minnsta kosti 25 árum. „R.E.M. og sérstaklega ég sjálfur eigum mjög erfitt með að horfa til baka,“ sagði söngvarinn Michael Stipe. „Við sem hljómsveit lítum stöðugt fram á við og þess vegna er það frábært að einhver, sérstaklega þó Frægðarhöll rokksins, horfi til baka og kunni að meta það sem við höfum gert. Það er mikill heiður að þeir skuli hafa hugsað til okkar,“ sagði hann. R.E.M. vakti mikla athygli með sinni fyrstu plötu, Murmur, árið 1983 þar sem sérstæður stíllinn var áberandi. Í framhaldinu varð sveitin ein sú vinsælasta í heimi með lögum á borð við Losing My Relegion og Everybody Hurts. Stipe segir að vinkona sín, Patti Smith, sem hélt tónleika hér á landi í fyrra, hafi hringt í sig og óskað sér til hamingju. Sagðist hann hafa ákveðið að hefja tónlistarferil eftir að hann heyrði tónlist Smith fyrst á áttunda áratugnum. „Það var frábært að geta óskað henni til hamingju á móti.“ Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitirnar R.E.M., Van Halen, The Ronettes, Grandmaster Flash and the Furious Five og söngkonan Patti Smith verða innvígð inn í Frægðarhöll rokksins í New York hinn 12. mars. Sex hundruð manns úr tónlistarbransanum sáu um valið. Til að eiga möguleika á að komast í Frægðarhöllina þurftu listamennirnir að hafa gefið út sína fyrstu smáskífu eða plötu fyrir að minnsta kosti 25 árum. „R.E.M. og sérstaklega ég sjálfur eigum mjög erfitt með að horfa til baka,“ sagði söngvarinn Michael Stipe. „Við sem hljómsveit lítum stöðugt fram á við og þess vegna er það frábært að einhver, sérstaklega þó Frægðarhöll rokksins, horfi til baka og kunni að meta það sem við höfum gert. Það er mikill heiður að þeir skuli hafa hugsað til okkar,“ sagði hann. R.E.M. vakti mikla athygli með sinni fyrstu plötu, Murmur, árið 1983 þar sem sérstæður stíllinn var áberandi. Í framhaldinu varð sveitin ein sú vinsælasta í heimi með lögum á borð við Losing My Relegion og Everybody Hurts. Stipe segir að vinkona sín, Patti Smith, sem hélt tónleika hér á landi í fyrra, hafi hringt í sig og óskað sér til hamingju. Sagðist hann hafa ákveðið að hefja tónlistarferil eftir að hann heyrði tónlist Smith fyrst á áttunda áratugnum. „Það var frábært að geta óskað henni til hamingju á móti.“
Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira