R.E.M., Van Halen og Patti Smith valin 10. janúar 2007 14:00 Stipe og félagar í R.E.M. verða innvígðir í Frægðarhöll rokksins hinn 12. mars. Hljómsveitirnar R.E.M., Van Halen, The Ronettes, Grandmaster Flash and the Furious Five og söngkonan Patti Smith verða innvígð inn í Frægðarhöll rokksins í New York hinn 12. mars. Sex hundruð manns úr tónlistarbransanum sáu um valið. Til að eiga möguleika á að komast í Frægðarhöllina þurftu listamennirnir að hafa gefið út sína fyrstu smáskífu eða plötu fyrir að minnsta kosti 25 árum. „R.E.M. og sérstaklega ég sjálfur eigum mjög erfitt með að horfa til baka,“ sagði söngvarinn Michael Stipe. „Við sem hljómsveit lítum stöðugt fram á við og þess vegna er það frábært að einhver, sérstaklega þó Frægðarhöll rokksins, horfi til baka og kunni að meta það sem við höfum gert. Það er mikill heiður að þeir skuli hafa hugsað til okkar,“ sagði hann. R.E.M. vakti mikla athygli með sinni fyrstu plötu, Murmur, árið 1983 þar sem sérstæður stíllinn var áberandi. Í framhaldinu varð sveitin ein sú vinsælasta í heimi með lögum á borð við Losing My Relegion og Everybody Hurts. Stipe segir að vinkona sín, Patti Smith, sem hélt tónleika hér á landi í fyrra, hafi hringt í sig og óskað sér til hamingju. Sagðist hann hafa ákveðið að hefja tónlistarferil eftir að hann heyrði tónlist Smith fyrst á áttunda áratugnum. „Það var frábært að geta óskað henni til hamingju á móti.“ Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitirnar R.E.M., Van Halen, The Ronettes, Grandmaster Flash and the Furious Five og söngkonan Patti Smith verða innvígð inn í Frægðarhöll rokksins í New York hinn 12. mars. Sex hundruð manns úr tónlistarbransanum sáu um valið. Til að eiga möguleika á að komast í Frægðarhöllina þurftu listamennirnir að hafa gefið út sína fyrstu smáskífu eða plötu fyrir að minnsta kosti 25 árum. „R.E.M. og sérstaklega ég sjálfur eigum mjög erfitt með að horfa til baka,“ sagði söngvarinn Michael Stipe. „Við sem hljómsveit lítum stöðugt fram á við og þess vegna er það frábært að einhver, sérstaklega þó Frægðarhöll rokksins, horfi til baka og kunni að meta það sem við höfum gert. Það er mikill heiður að þeir skuli hafa hugsað til okkar,“ sagði hann. R.E.M. vakti mikla athygli með sinni fyrstu plötu, Murmur, árið 1983 þar sem sérstæður stíllinn var áberandi. Í framhaldinu varð sveitin ein sú vinsælasta í heimi með lögum á borð við Losing My Relegion og Everybody Hurts. Stipe segir að vinkona sín, Patti Smith, sem hélt tónleika hér á landi í fyrra, hafi hringt í sig og óskað sér til hamingju. Sagðist hann hafa ákveðið að hefja tónlistarferil eftir að hann heyrði tónlist Smith fyrst á áttunda áratugnum. „Það var frábært að geta óskað henni til hamingju á móti.“
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira