Vilja afnema byggðakvóta og veiðigjald 24. ágúst 2007 16:22 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. MYND/Óskar P.Friðriksson Efling á stoðkerfi sjávarútvegsins, auknar rannsóknir á þorski, afnám byggðakvóta og veiðigjalds og hraðari uppbygging á samgöngum til Vestmannaeyja eru meðal mótvægisaðgerða sem Vestmannaeyjabær leggur til, til að bregðast við niðurskurði á þorskkvóta. Bæjaryfirvöld kynntu í dag um borð í Vestmannaeynni tillögur sínar að mótvægisaðgerðum vegna skerðingarinnar en þær byggjast á vinnu SSV Þróunar og ráðgjafar sem vann greinargerð um efnahagsleg áhrif 30 prósenta kvótaskerðingar á Vestmannaeyjar. Bent er á í greinargerðinni að þorskkvóti Vestmannaeyinga minnki um 30 prósent og það jafngildi tekjutapi upp á 3,6 milljarða. Þar sem skerðingin muni að líkindum ná til næstu þriggja ára verði Vestmannaeyingar af að minnsta kosti 10 milljörðum á því tímabili. Höggið fyrir atvinnulífið og samfélagið allt vegna niðurskurðar á þorskkvóta sé því gríðarlegt. Alls eru lögð fram 21 tillaga að mótvægisaðgerðum, 14 sem eru sértækar og sjö sem eru almennar. Meðal sértækra mótvægisaðgerða eru efling á starfsemi Hafró, MATÍS og Fiskistofu í Eyjum ásamt því að koma upp Miðstöð þorskrannsókna í Vestmannaeyjum í tengslum við Rannsókna- og fræðasetur Vestmannaeyja. Þá verði komið á fót útibúi fyrir Nýsköpunarmiðstöð í bænum og að stofnað verði ferðaþjónustusetur í Vestmannaeyjum til að efla ferðaþjónustu í Eyjum. Þá telja bæjaryfirvöld það afar mikilvægt að öllum áætlunum um uppbyggingu á samgöngum til Vestmannaeyja verði eftir fremsta megni hraðað. Þannig verði stefnt að því að vorið 2009 verði hægt að hefja notkun nýrrar hafnar í Bakkafjöru. Meðal almennra aðgerða sem Vestmannaeyjabær vill að ríkið grípi til er að Byggðarstofnun verði tafarlaust falið að bjóða útgerðum aðstoð við að meta breyttar rekstrarforsendur og þörfina fyrir endurfjármögnun og skuldbreytingar lána. Þá leggur bærinn til að byggðarkvóti, línuívilnun og skerðing vegna samdráttar í rækju- og skelveiðum verði með öllu aflögð. Haldið er fram að efnahagskerfi Vestmannaeyja sé skert um u.þ.b. 250 milljónir vegna slíkra aðgerða og svipaða sögu er að segja um aðrar sambærilegar sjávarbyggðir svo sem Grindavík og Höfn í Hornafirði. Til að mæta núverandi skerðingu efnahagskerfisins sé eðlilegt að horfið verði frá þessum aðgerðum og aðrar leiðir fundnar til að mæta þörfum þeirra sveitarfélaga sem hingað til hafa fengið úthlutað byggðakvóta. Þá vill Vestmannaeyjabær að veiðigjald verði með öllu afnumið eða að veiðigjaldið renni í viðkomandi sjóði sveitarfélaga og þannig verði gríðarlegri tekjuskerðingu sveitarfélaganna mætt. Þá leggur bærinn enn fremur til að niðurstaða fáist nú þegar úr formlegum viðræðum um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga með það fyrir augum styrkja rekstrargrundvöll sveitarfélaganna. Vestmannaeyingar óska þess að hratt og örugglega verði unnið að framkvæmd þessara aðgerða og segir í greinargerðinni að mikilvægt sé að ekki myndist millibilsástand þar sem fullkomin óvissa ríkir. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Efling á stoðkerfi sjávarútvegsins, auknar rannsóknir á þorski, afnám byggðakvóta og veiðigjalds og hraðari uppbygging á samgöngum til Vestmannaeyja eru meðal mótvægisaðgerða sem Vestmannaeyjabær leggur til, til að bregðast við niðurskurði á þorskkvóta. Bæjaryfirvöld kynntu í dag um borð í Vestmannaeynni tillögur sínar að mótvægisaðgerðum vegna skerðingarinnar en þær byggjast á vinnu SSV Þróunar og ráðgjafar sem vann greinargerð um efnahagsleg áhrif 30 prósenta kvótaskerðingar á Vestmannaeyjar. Bent er á í greinargerðinni að þorskkvóti Vestmannaeyinga minnki um 30 prósent og það jafngildi tekjutapi upp á 3,6 milljarða. Þar sem skerðingin muni að líkindum ná til næstu þriggja ára verði Vestmannaeyingar af að minnsta kosti 10 milljörðum á því tímabili. Höggið fyrir atvinnulífið og samfélagið allt vegna niðurskurðar á þorskkvóta sé því gríðarlegt. Alls eru lögð fram 21 tillaga að mótvægisaðgerðum, 14 sem eru sértækar og sjö sem eru almennar. Meðal sértækra mótvægisaðgerða eru efling á starfsemi Hafró, MATÍS og Fiskistofu í Eyjum ásamt því að koma upp Miðstöð þorskrannsókna í Vestmannaeyjum í tengslum við Rannsókna- og fræðasetur Vestmannaeyja. Þá verði komið á fót útibúi fyrir Nýsköpunarmiðstöð í bænum og að stofnað verði ferðaþjónustusetur í Vestmannaeyjum til að efla ferðaþjónustu í Eyjum. Þá telja bæjaryfirvöld það afar mikilvægt að öllum áætlunum um uppbyggingu á samgöngum til Vestmannaeyja verði eftir fremsta megni hraðað. Þannig verði stefnt að því að vorið 2009 verði hægt að hefja notkun nýrrar hafnar í Bakkafjöru. Meðal almennra aðgerða sem Vestmannaeyjabær vill að ríkið grípi til er að Byggðarstofnun verði tafarlaust falið að bjóða útgerðum aðstoð við að meta breyttar rekstrarforsendur og þörfina fyrir endurfjármögnun og skuldbreytingar lána. Þá leggur bærinn til að byggðarkvóti, línuívilnun og skerðing vegna samdráttar í rækju- og skelveiðum verði með öllu aflögð. Haldið er fram að efnahagskerfi Vestmannaeyja sé skert um u.þ.b. 250 milljónir vegna slíkra aðgerða og svipaða sögu er að segja um aðrar sambærilegar sjávarbyggðir svo sem Grindavík og Höfn í Hornafirði. Til að mæta núverandi skerðingu efnahagskerfisins sé eðlilegt að horfið verði frá þessum aðgerðum og aðrar leiðir fundnar til að mæta þörfum þeirra sveitarfélaga sem hingað til hafa fengið úthlutað byggðakvóta. Þá vill Vestmannaeyjabær að veiðigjald verði með öllu afnumið eða að veiðigjaldið renni í viðkomandi sjóði sveitarfélaga og þannig verði gríðarlegri tekjuskerðingu sveitarfélaganna mætt. Þá leggur bærinn enn fremur til að niðurstaða fáist nú þegar úr formlegum viðræðum um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga með það fyrir augum styrkja rekstrargrundvöll sveitarfélaganna. Vestmannaeyingar óska þess að hratt og örugglega verði unnið að framkvæmd þessara aðgerða og segir í greinargerðinni að mikilvægt sé að ekki myndist millibilsástand þar sem fullkomin óvissa ríkir.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira