Mourinho sættir sig við rauða spjaldið 15. janúar 2006 23:06 Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hafði ekki yfir miklu að kvarta eftir 2-1 útisigur sinna manna gegn botnliði Sunderland í dag sunnudag. Hann segir dómarann hafa gert rétt þegar hann vísaði Arjen Robben af velli fyrir að fagna sigurmarki sínu með áhorfendum en sá hollenski stökk yfir auglýsingaskilti og henti sér í áhorfendaskarann. Chris Foy veifaði Robben gula spjaldinu í annað sinn í leiknum og því rauðu þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. "Dómarinn gerði vel því hann fór bara eftir reglunum. Næst þegar Arjen skorar þá man hann eftir þessu og út allan sinn feril. Hann á aldrei eftir að gera þetta aftur." segir Mourinho og gaukaði að hugmynd sem honum finnst betri lausn en að refsa með gulu spjaldi. "Ég held að það væri nóg ef dómarinn myndi bæta við mínútu í viðbótartíma í stað þess að veifa spjaldinu. Það tekur tíma að fagna með áhorfendum og þeim tíma var bætt við. Fyrra gula spjaldið sem Robben fékk var röng ákvörðun hjá dómaranum. En þannig er það nú einu sinni að dómarar geta alltaf gert svona lítil mistök." sagði Jose hógværðin uppmáluð og hreinlega spurning hvort hann sé að mýkjast sá portúgalski.Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn með Chelsea og stóð sig mjög vel. Á heimasíðu Chelsea er hann með þriðju hæstu einkunina af leikmönnum liðsins eða 7.3 á eftir Robben (7.67) og Crespo (7.95) Þetta var 250. leikur Eiðs Smára fyrir Chelsea. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hafði ekki yfir miklu að kvarta eftir 2-1 útisigur sinna manna gegn botnliði Sunderland í dag sunnudag. Hann segir dómarann hafa gert rétt þegar hann vísaði Arjen Robben af velli fyrir að fagna sigurmarki sínu með áhorfendum en sá hollenski stökk yfir auglýsingaskilti og henti sér í áhorfendaskarann. Chris Foy veifaði Robben gula spjaldinu í annað sinn í leiknum og því rauðu þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. "Dómarinn gerði vel því hann fór bara eftir reglunum. Næst þegar Arjen skorar þá man hann eftir þessu og út allan sinn feril. Hann á aldrei eftir að gera þetta aftur." segir Mourinho og gaukaði að hugmynd sem honum finnst betri lausn en að refsa með gulu spjaldi. "Ég held að það væri nóg ef dómarinn myndi bæta við mínútu í viðbótartíma í stað þess að veifa spjaldinu. Það tekur tíma að fagna með áhorfendum og þeim tíma var bætt við. Fyrra gula spjaldið sem Robben fékk var röng ákvörðun hjá dómaranum. En þannig er það nú einu sinni að dómarar geta alltaf gert svona lítil mistök." sagði Jose hógværðin uppmáluð og hreinlega spurning hvort hann sé að mýkjast sá portúgalski.Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn með Chelsea og stóð sig mjög vel. Á heimasíðu Chelsea er hann með þriðju hæstu einkunina af leikmönnum liðsins eða 7.3 á eftir Robben (7.67) og Crespo (7.95) Þetta var 250. leikur Eiðs Smára fyrir Chelsea.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira