Útgáfutónleikar Lay Low 17. nóvember 2006 13:24 Forsala hefst laugardaginn 18. nóvember kl. 12:00 í verslunum Skífunnar og á www.midi.is Frumburður tónlistarkonunnar Lovísu eða Lay Low einsog hún kýs að kalla sig hefur heldur betur slegið í gegn. Frumburðurinn heitir "Please Don´t Hate Me" og er búinn að vera söluhæsta platan í verslunum Skífunnar frá því hún kom út fyrir 3 vikum. Platan hefur einnig fengið góðar viðtökur í fjölmiðlum og hlotið einróma lof gagnrýnenda sem keppast við að mæra stúlkuna hana Lay Low. Titillag plötunnar hefur hljómað ótt og títt á öldum ljósvakans og nú er annað lag af plötunni komið í spilun og heitir það "Boy Oh Boy". Margur kannast kannski við lagið sem kemur fyrir í sjónvarpsauglýsingu á vegum Samskipa. Lay Low tók þátt í hinni árlegu tónlistarhátíð Iceland Airwaves um daginn og spilaði fyrir troðfullu Nasa snemma á fimmtudagskveldi hátíðarinnar. Óhætt er að segja að tónleikar hennar ásamt hljómsveit hafi staðið uppúr á hátíðinni enda umfjallanir og dómar um tónleikana frábærir. Nú er komið að útgáfutónleikum plötunnar "Please Don´t Hate Me" og fara þeir fram miðvikudagskveldið 29. nóvember n.k. í Fríkirkjunni í Reykjavík. Lay Low til halds og trausts á útgáfutónleikunum verður hljómsveitin sem stutt hefur við bakið á henni á tónleikum og spilaði meðal annars með henni á Airwaves en í henni eru; Magnús Árni Öder Kristinsson (hljómborð og slide gítar), Bassi Ólafsson (slagverk og bassi) og Sigurbjörn Már Valdimarsson (hljómborð og banjó). Forsala á útgáfutónleikana hefst laugardaginn 18. nóvember kl. 12:00 í verslunum Skífunnar og á www.midi.is Miðaverð á útgáfutónleikana er 1.500.- kr. auk miðagjalds. 400 aðgöngumiðar eru í boði og er frjálst sætaval. Lífið Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Forsala hefst laugardaginn 18. nóvember kl. 12:00 í verslunum Skífunnar og á www.midi.is Frumburður tónlistarkonunnar Lovísu eða Lay Low einsog hún kýs að kalla sig hefur heldur betur slegið í gegn. Frumburðurinn heitir "Please Don´t Hate Me" og er búinn að vera söluhæsta platan í verslunum Skífunnar frá því hún kom út fyrir 3 vikum. Platan hefur einnig fengið góðar viðtökur í fjölmiðlum og hlotið einróma lof gagnrýnenda sem keppast við að mæra stúlkuna hana Lay Low. Titillag plötunnar hefur hljómað ótt og títt á öldum ljósvakans og nú er annað lag af plötunni komið í spilun og heitir það "Boy Oh Boy". Margur kannast kannski við lagið sem kemur fyrir í sjónvarpsauglýsingu á vegum Samskipa. Lay Low tók þátt í hinni árlegu tónlistarhátíð Iceland Airwaves um daginn og spilaði fyrir troðfullu Nasa snemma á fimmtudagskveldi hátíðarinnar. Óhætt er að segja að tónleikar hennar ásamt hljómsveit hafi staðið uppúr á hátíðinni enda umfjallanir og dómar um tónleikana frábærir. Nú er komið að útgáfutónleikum plötunnar "Please Don´t Hate Me" og fara þeir fram miðvikudagskveldið 29. nóvember n.k. í Fríkirkjunni í Reykjavík. Lay Low til halds og trausts á útgáfutónleikunum verður hljómsveitin sem stutt hefur við bakið á henni á tónleikum og spilaði meðal annars með henni á Airwaves en í henni eru; Magnús Árni Öder Kristinsson (hljómborð og slide gítar), Bassi Ólafsson (slagverk og bassi) og Sigurbjörn Már Valdimarsson (hljómborð og banjó). Forsala á útgáfutónleikana hefst laugardaginn 18. nóvember kl. 12:00 í verslunum Skífunnar og á www.midi.is Miðaverð á útgáfutónleikana er 1.500.- kr. auk miðagjalds. 400 aðgöngumiðar eru í boði og er frjálst sætaval.
Lífið Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira