Innlent

Tuttugu og níu vilja á lista Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu

Úr myndasafni: Fundur hjá Vinstri-grænum í Reykjavík.
Úr myndasafni: Fundur hjá Vinstri-grænum í Reykjavík. MYND/Vísir

Tuttugu og níu bjóða sig fram í prófkjöri Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu. Sameiginlegt prófkjör er fyrir félög hreyfingarinnar í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út á laugardaginn en prófkjörið verður haldið 2. desember næstkomandi. Allir sem skráðir eru félagar í flokknum í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi, fyrir 26. nóvember, hafa kosningarétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×