Kemur út á DVD 8. nóvember 2006 15:15 Nirvana - Live! Tonight! Sold Out!! er loksins fáanlegur á DVD, en upprunalega kom þessi titill út á VHS formatinu árið 1994. Kurt Cobain kom með hugmyndina af þessari útgáfu ári eftir að tímamótaplatan Nevermind kom út 1991. Núna hefur Live! Tonight! Sold Out!! verið betrumbætt til muna fyrir þessa útgáfu á DVD. Litir hafa verið lagaðir, allt hefur verið endurhljóðblandað í 5.1 víðóma hljómi og aukaefni sem aldrei hefur áður sést hefur verið bætt á diskinn. Live! Tonight! Sold Out!! er kraftmikil og persónuleg heimild um Nirvana frá heimtónleikaför þeirra á árunum 1991-1992 og áfram til ársins 1993. Diskurinn inniheldur samtals 22 lög ásamt viðtölum, baksviðstökum og upptökum frá æfingum sveitarinnar. Upphaflega var útgáfunni rennt úr hlaði af þeim Krist Novoselic og Dave Grohl eftir að Kurt Cobain lést sviplega 5 apríl árið 1994. Aukalögin eru tekin upp á tónleikum í Paradiso klúbbinum í Amsterdam árið 1991. Lögin eru School, About A Girl, Been A Son, On A Plain og Blew. Annars eru öll lögin sem voru á upphaflegu útgáfunni að finna á disknum. Frægar tökur eru á disknum af því þegar Kurt og Dave klæddu sig upp í kjóla á risatónleikum í Brasilíu, upptökur frá því þegar þeir voru aðalnúmerið á Reading tónlistarfestivalinu, sjónvarpsupptökur frá Top Of The Pops á BBC og fleira og fleira. Frábær heimild um hljómsveit sem stofnuð var í litlum bæ í Washington fylki, en á disknum erum við leidd í gegnum tímabil þegar Nirvana fór úr því að vera hálfgert bílskúrsband í að vera eitt mikilvægasta rokkband heimsins. Lífið Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nirvana - Live! Tonight! Sold Out!! er loksins fáanlegur á DVD, en upprunalega kom þessi titill út á VHS formatinu árið 1994. Kurt Cobain kom með hugmyndina af þessari útgáfu ári eftir að tímamótaplatan Nevermind kom út 1991. Núna hefur Live! Tonight! Sold Out!! verið betrumbætt til muna fyrir þessa útgáfu á DVD. Litir hafa verið lagaðir, allt hefur verið endurhljóðblandað í 5.1 víðóma hljómi og aukaefni sem aldrei hefur áður sést hefur verið bætt á diskinn. Live! Tonight! Sold Out!! er kraftmikil og persónuleg heimild um Nirvana frá heimtónleikaför þeirra á árunum 1991-1992 og áfram til ársins 1993. Diskurinn inniheldur samtals 22 lög ásamt viðtölum, baksviðstökum og upptökum frá æfingum sveitarinnar. Upphaflega var útgáfunni rennt úr hlaði af þeim Krist Novoselic og Dave Grohl eftir að Kurt Cobain lést sviplega 5 apríl árið 1994. Aukalögin eru tekin upp á tónleikum í Paradiso klúbbinum í Amsterdam árið 1991. Lögin eru School, About A Girl, Been A Son, On A Plain og Blew. Annars eru öll lögin sem voru á upphaflegu útgáfunni að finna á disknum. Frægar tökur eru á disknum af því þegar Kurt og Dave klæddu sig upp í kjóla á risatónleikum í Brasilíu, upptökur frá því þegar þeir voru aðalnúmerið á Reading tónlistarfestivalinu, sjónvarpsupptökur frá Top Of The Pops á BBC og fleira og fleira. Frábær heimild um hljómsveit sem stofnuð var í litlum bæ í Washington fylki, en á disknum erum við leidd í gegnum tímabil þegar Nirvana fór úr því að vera hálfgert bílskúrsband í að vera eitt mikilvægasta rokkband heimsins.
Lífið Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira